Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Risarottur á Salómonseyjum
Fréttir 27. október 2017

Risarottur á Salómonseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

DNA greining staðfestir að hauskúpa af nagdýri sem fannst á einni af Salómonseyjum í Kyrrahafi sé af áður óþekktri tegund af risarottu.

Risarotturnar eru sagðar lifa í þéttum skógum og eru fullorðnir einstaklingar af tegundinni sagðir nógu stórir til að naga gat á kókoshnetur með framtönnunum.

Sögur um risarottur hafa lengi verið á kreiki meðal innfæddra á eyjunum og kalla þeir þær vika og segja þær lifa í og undir trjám.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fanga risarottu í gildru eða á mynd hefur slíkt misheppnast og það næsta sem dýrafræðingar hafa komist þeim er að finna skít úr einni slíkri árið 2011.

Í fyrra rofaði til fyrir dýra­f­ræðingum þegar var verið að fella tré og ein af risarottunum féll til jarðar úr trénu og til jarðar. Kvikindið drapst í fallinu og innfæddir staðfestu að um væri að ræða dýr sem þeir kölluðu vika.

Var hálft kíló að þyngd og með 45 sentímetra skott

Með greiningu DNA úr hauskúpu risarottunnar sem féll úr trénu hefur nú verið staðfest að um áður óþekkta tegund rotta sé að ræða. Dýrið er sagt vega um hálft kíló og vera með skott sem er 45 sentímetrar að lengd.

Risarotturnar hafa fengið latínu­heitið Uromys vika og nú þegar verið sett á lista yfir sjaldgæf spendýr i útrýmingarhættu. 

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...