Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Risarottur á Salómonseyjum
Fréttir 27. október 2017

Risarottur á Salómonseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

DNA greining staðfestir að hauskúpa af nagdýri sem fannst á einni af Salómonseyjum í Kyrrahafi sé af áður óþekktri tegund af risarottu.

Risarotturnar eru sagðar lifa í þéttum skógum og eru fullorðnir einstaklingar af tegundinni sagðir nógu stórir til að naga gat á kókoshnetur með framtönnunum.

Sögur um risarottur hafa lengi verið á kreiki meðal innfæddra á eyjunum og kalla þeir þær vika og segja þær lifa í og undir trjám.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fanga risarottu í gildru eða á mynd hefur slíkt misheppnast og það næsta sem dýrafræðingar hafa komist þeim er að finna skít úr einni slíkri árið 2011.

Í fyrra rofaði til fyrir dýra­f­ræðingum þegar var verið að fella tré og ein af risarottunum féll til jarðar úr trénu og til jarðar. Kvikindið drapst í fallinu og innfæddir staðfestu að um væri að ræða dýr sem þeir kölluðu vika.

Var hálft kíló að þyngd og með 45 sentímetra skott

Með greiningu DNA úr hauskúpu risarottunnar sem féll úr trénu hefur nú verið staðfest að um áður óþekkta tegund rotta sé að ræða. Dýrið er sagt vega um hálft kíló og vera með skott sem er 45 sentímetrar að lengd.

Risarotturnar hafa fengið latínu­heitið Uromys vika og nú þegar verið sett á lista yfir sjaldgæf spendýr i útrýmingarhættu. 

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...