Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Fréttir 10. júní 2020

Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ríkjum Norður-Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og  New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19.

Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni.

Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi.

Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa samband við meindýraeyði og fjarlægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður.

Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðalgötu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér.

Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúruhamfara og farsótta.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...