Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Fréttir 10. júní 2020

Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ríkjum Norður-Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og  New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19.

Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni.

Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi.

Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa samband við meindýraeyði og fjarlægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður.

Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðalgötu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér.

Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúruhamfara og farsótta.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...