Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Fréttir 10. júní 2020

Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ríkjum Norður-Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og  New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19.

Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni.

Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi.

Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa samband við meindýraeyði og fjarlægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður.

Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðalgötu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér.

Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúruhamfara og farsótta.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...