Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2016

Sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun

Höfundur: smh
Fimmtudaginn 19. maí var efnt til ráðstefnu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði.
 
Það var samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland sem stóð að ráðstefnuhaldinu. Innan vébanda þess vettvangs eru Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
 
Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi og var vel sótt, en ráðstefnustjóri var Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Aðalumfjöllunarefnið var framtíð matvælaframleiðslu og markaðssetning með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar. Fjögur erindi voru flutt og fimm reynslusögur sagðar.
 
Gísli með hangikjötsflögurnar.
 
Ráðstefnan hófst með ljúffengum og nýstárlegum smáréttum úr smiðjum Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
 
Gísli bauð upp á harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl, beltisþaraflögur og loðnuhrogn og hangikjötsflögur með súrmjólk og múskat.  
 
Flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Bjarni bauð upp á plokkfisk í heimalöguðu skyrbrauði með brenndu mjólkurdufti, hrossatartar á súrdeigsrúgbrauði með sinnepsfræjum og krydduðu majónesi, humarpylsur í brauði og loks flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Sjá nánari umfjallanir um nokkur erindi ráðstefnunnar, sem birtust í Bændablaðinu, í meðfylgjandi pdf-skjali:
 
 
 
Myndbandsupptökur af ráðstefnunni:
 
 
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...