Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sanngjarnt verðlag á Íslandi með aðhaldi við endursöluaðila.

Ósanngjarnt þætti ef hógvært framleiðsluverð bænda myndi enda sem
sífellt minni hluti af endursöluverðinu vegna álagningar milliliða.

Þó erfitt sé að fullyrða um álagningu heildsala og endursöluaðila er hægt á góðan hátt hægt að fylgjast með fylgni framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla og er hughreystandi að sjá hversu mikil fylgnin er þar á milli, bæði í tilfelli verðhækkana og -lækkana.

Allt frá árinu 2015 hafa vísitölur framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla haldist mjög þétt að. Ef rýnt er betur í þróun síðastliðins árs sést að sambandið þarna á milli er enn þá sterkt.

Einnig er þess virði að rýna í breytingar á afurðaverði til bænda í samhengi við þróun neysluverðs og framleiðsluverðs.

Ef skoðaðar eru breytingar á milli ára á vísitölu neysluverðs matvæla og framleiðsluverðs matvæla og þær bornar saman við breytingar á afurðaverði til bænda á dilkakjöti, nautgripakjöti og mjólkur, sést að þótt sveiflurnar séu oft og tíðum miklar þá jafna þær sig út og meðalfrávikið er lítið.

Á undanförnum sex árum hefur afurðaverð til bænda í þessum þremur vöruflokkum hækkað að meðaltali um 0,4% umfram vísitölu framleiðsluverðs matvæla og 0,1%
umfram vísitölu neysluverðs matvæla. Það hafa því vissulega komið tímar þar sem endursöluverð hefur hækkað umfram afurðaverð og svo hefur það leiðrétt sig. Sambandið er nokkuð jafnt þegar horft er til lengri tíma og bendir það til þess að samband framleiðsluaðila og endursöluaðila hafi haldist tiltölulega óbreytt á tímabilinu sem um ræðir, þ.e. verð er ekki að hækka né lækka umfram afurðaverð nema til skamms tíma, sem getur þó hlaupið á árum, sem hefur síðan fengið leiðréttingu.

Skylt efni: hagtölur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...