Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Markmið flutningsjöfnunarstyrkja er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru staðsettir fjarri markaði.
Markmið flutningsjöfnunarstyrkja er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru staðsettir fjarri markaði.
Mynd / ghp
Fréttir 13. febrúar 2024

Samherji og KS hlutu hæstu styrkina

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samherji hf. hlaut langstærsta flutningsjöfnunarstyrk fyrir árið 2023. Langstærsti hluti styrkja fór til framleiðenda í matvæla- og drykkjavöruiðnaði.

Í skýrslu innviðaráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2023 kemur fram að 164,4 milljónir króna hafi verið úthlutað í styrki fyrir árið 2023 og runnu þeir til 86 umsækjenda. Heildarfjárhæð samþykktra styrkumsókna var 300,9 m.kr. og því var útgreiðsluhlutfallið 54,6% að því er fram kemur í skýrslunni. Flestar umsóknir komu frá Norðurlandi eystra, 38 talsins, átján komu frá umsækjendum á Vestfjörðum, níu frá Vesturlandi, átta frá Norðurlandi vestra, sjö frá Austurlandi, sex frá Suðurlandi og ein frá Suðurnesjum.

Í samræmi við það þá fór hæsta upphæðin til Norðurlands eystra, ríflega 71,2 m. kr. Þá var umsækjendum á Vestfjörðum veittar tæpar 35,8 milljónir og 26,4 milljónir fóru til umsækjenda á Norðurlandi vestra.

Áttatíu umsóknir voru vegna framleiðslustarfsemi sem heyrir undir C-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar og voru þar langflestar, 65 umsóknir, vegna matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar. Langstærsti hluti styrkja fór enda til framleiðenda í þeirri atvinnugrein, 140,9 m.kr. Ástæður þessa eru bæði fjöldi aðila í slíkri framleiðslu á landsbyggðinni en þar getur kostnaður vegna flutnings á hráefni til vinnslu reynst mikill.

Sjö umsóknir voru vegna grænmetisræktunar í A-bálki og var greidd rúm ein milljón króna í flutningsjöfnunarstyrk vegna þeirra.

Í skýrslunni eru einnig tilteknir tíu hæstu styrkhafarnir, en þeir hlutu saman 56,4% af fjárhæð greiddra styrkja, eða 92,7 m. kr.

Tíu hæstu styrkirnir

Langhæsta styrkinn fékk Samherji hf., samtals 21,4 m.kr. Kaupfélag Skagfirðinga fékk næsthæsta styrkinn, 11,3 m. kr., Steinull hf., sem er í 50% eigu KS, hlaut 10,6 m. kr., Kjarnafæði Norðlenskra hf. fékk 9,8 m. kr., Skinney-Þinganes 8,7 m. kr., Arna ehf. 8 milljónir kr., GPG Seafood ehf. 8 m. kr., Coca-Cola Europacific Partners, sem staðsett er á Norðurlandi eystra skv. skýrslunni, fékk 5,1 m. kr., Gjögur hf. fékk 5 milljónir kr. og Fóðurverksmiðjan Laxá hf. fékk 4,9 m.kr.

Flutningsjöfnunarstyrkir eru greiddir út samkvæmt lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, en markmið þeirra er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Flutningsjöfnunarstyrkir til framleiðenda voru fyrst veittir á árinu 2013 vegna flutningskostnaðar á árinu 2012 og var þetta því í ellefta skipti sem styrkirnir eru veittir.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...