Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir í verslun sinni á Háafelli, en hún hefur gengið lengst geitfjárbænda í því að vinna fjölbreyttar markaðsvörur úr geitfjárafurðum sínum.
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir í verslun sinni á Háafelli, en hún hefur gengið lengst geitfjárbænda í því að vinna fjölbreyttar markaðsvörur úr geitfjárafurðum sínum.
Mynd / smh
Fréttir 8. september 2017

Samræmt kjötmat geita liggur fyrir

Höfundur: smh
Um miðjan febrúarmánuð síðastliðinn gáfu Geitfjár­ræktarfélag Íslands og Matís út viljayfirlýsingu um aukið samstarf í því skyni að auka verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Verkefnið er nú óðum að taka á sig mynd og er vinna komin vel af stað hjá Matís og liggja nú fyrir nýjar reglur um kjötmat geita. 
 
Óli Þór Hilmarsson hjá Matís hefur unnið að nýja kjötmatinu og segir hann að það verk hafi verið algjör forsenda fyrir frekari markaðsþróun fyrir geitfjárafurðirnar. „Hingað til hefur meira verið litið á geitur sem gæludýr, en nú er ætlunin að koma þeim í nytjaflokk. Samstarfsverkefni Matís og Geitfjárræktarfélagsins, með fjárstuðningi Matarauðs Íslands, gengur út á það að koma á samræmdu kjötmati geita – sem hefur ekki verið til. Líka að koma á formlegum skráningum í Heiðrúnu, sem er gagnagrunnur sambærilegur og Fjárvís – en það hefur heldur ekki verið gert áður. 
 
Með þessum aðgerðum ættum við að fá yfirsýn á framleiðsluna eins og hún er í dag og eins fá bændur verkfæri í nýju kjötmati sem er þeim ómetanlegt í ræktunarstarfinu. Þá komum við með tillögur varðandi meðferð geita fyrir slátrun og í slátrunarferlinu – en eins og gefur að skilja þá er lítil reynsla til staðar varðandi þessa þætti. Þær eru mjög frábrugðnar kindum á eiginlega allan hátt. Það verður að halda geitum sér í stíum en ekki blanda þeim saman við kindur. 
 
Þær þola ekki vatn en við rafdeyfingu – eins og nú tíðkast í sláturhúsum – þá er stundum saltpækill látinn leka með skautinu á höfuð skepnunnar til að auka rafleiðnina. Eins er þekkt að rafstuð sé gefið bæði á haus og bak (við hjarta) á sama tíma, en þá er hætta á götum á baki stökunnar. Stakan er mjög viðkæm og þolir alls ekki sömu meðferð og lambsgæra því hún er það þunn. Hún þolir til dæmis ekki vélafdrátt á sláturlínu og því er best að handflá hana,“ segir Óli Þór.
 
Verðmætar hliðarafurðir
 
Það er því nauðsynlegt, að sögn Óla Þórs, að samræma verklag í sláturhúsum, koma á kjötmati og skráningum í gagnagrunn. Einnig vegna hinna verðmætu hliðarafurða geitarinnar. „Mör er til dæmis notaður í sápu og snyrtivörur en hjá sumum sláturleyfishöfum er erfiðleikum bundið að halda utan um og safna saman mör og innyflum úr geitum sökum þess hve fáar þær eru á hverjum stað. 
 
Dæmi eru um að 10 til 15 geitum sé slátrað í sláturhúsi yfir sláturtíðina og þá einni til þremur í senn. 
Við vonumst því eftir góðu samstarfi við sláturleyfishafa og að þeir taki góðan þátt í að bæta gæði geitaafurða eins og kostur er.
 
Verkefni okkar nú í haust er sem sagt að taka á þessum þáttum. Framhaldsverkefnið verður síðan að þróa vörur úr þessu kjöti og gera það sýnilegra á markaðnum,“ segir Óli Þór.  
 
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...