Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjörin nýr formaður félags frumframleiðslu- og heimavinnsluaðila á lögbýlum, Beint frá býli, hefur verið með heimavinnslu í áraraðir.
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjörin nýr formaður félags frumframleiðslu- og heimavinnsluaðila á lögbýlum, Beint frá býli, hefur verið með heimavinnslu í áraraðir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjörin nýr formaður félags frumframleiðslu- og heimavinnsluaðila á lögbýlum, Beint frá býli.

Beint frá býli var stofnað árið 2008 og í dag eru meðlimir þess 55 talsins. Megintilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum og vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Beint frá býli varð aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla fyrir rúmi ári síðan og eru samanlagt 114 félagsmenn á lögbýlum í félögunum og heildarfjöldi félagsmanna ríflega 200.

Beint frá býli í 15 ár

„Þau viðfangsefni sem helst eru á döfinni núna þegar við erum að sigla inn í sumarið eru að venju þátttaka í bænda- og öðrum matarmörkuðum víða um land og svo matarmarkaði Krónunnar í haust. Það stefnir í stórt ferðamannasumar svo margir félagsmenn verða uppteknir við að taka á móti ferðamönnum og selja vörur sínar beint frá býli. REKO salan er alltaf á uppleið og svo að sjálfsögðu 15 ára afmæli félagsins sem við stefnum á að halda upp á í haust.

Hlutverk formanns er margs konar, en hefur þó breyst mikið eftir að við fengum til liðs við okkur frábæran framkvæmdastjóra sem við deilum með Samtökum smáframleiðenda, hana Oddnýju Önnu Björnsdóttur. Fyrst og fremst er formaður andlit félagsins út á við. Titlinum fylgja mætingar á fundi af ýmsum toga og að halda utan um stjórnarfundi og vera í góðu sambandi við stjórnarmeðlimi og félagsmenn,“ segir Jóhanna.

Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Einnig að hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

„Það er mjög mikilvægt fyrir frumframleiðendur að hafa félag eins og Beint frá býli sem vinnur að hagsmunamálum félagsmanna, er málsvari þeirra, kemur sjónarmiðum þeirra á framfæri og stuðlar að framförum í málefnum sem þá varða. Í gegnum félagið er veitt ýmiss konar fræðsla, ráðgjöf og stuðningur. Slíkur félagsskapur auðveldar okkur að leita til hvert annars með hugmyndir, aðferðir og bestu leiðir til að koma hugmyndum í framkvæmd.

Samstaðan er líka afar mikilvæg þegar verið er að reyna að ná í gegn breytingum á regluverki til að draga úr hindrunum og fá í gegn leyfi fyrir til dæmis heimavinnsluaðstöðu á mjólkurafurðum eða kjötvinnslum, þá þurfa ekki allir að fara í gegnum allt ferlið heldur fá upplýsingar og stuðning frá þeim sem riðið hafa á vaðið,“ segir Jóhanna, en sjálf hefur hún verið með heimavinnslu á geitfjárafurðum á Háafelli í áraraðir. Hún framleiðir meðal annars kjöt, osta, snyrtivörur og handverk úr geitaskinni.

Auk Jóhönnu var ný stjórn Beint frá býli kjörin á aðalfundi þess þann 25. apríl sl. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir er nýr varaformaður félagsins, Hanna S. Kjartansdóttir ritari, Ann-Charlotte Fernholm var kjörinn gjaldkeri og Rúnar Máni Gunnarsson kom nýr inn í stjórn. Varamenn eru Guðmundur Jón Guðmundsson og Freyja Magnúsdóttir.

Skylt efni: beint frá býli

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...