Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2022

Samtímasafni komið upp við voginn á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrr á þessu ári undirrituðu sveitarfélagið Múlaþing og ARS LONGA samtímalistasafn undir samkomulag um húsnæði við voginn á Djúpavogi. Húsnæðið mun hýsa hið nýstofnaða listasafn en gert er ráð fyrir stórfelldum endurbótum á húsnæðinu á komandi árum.

Safninu er ætlað að vera lifandi vettvangur í sífelldri endurnýjun um leið og safneign þess mun halda um ómetanlegan menningararf til frambúðar. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist án mikilla breytinga húsnæðisins strax í sumar með „Rúllandi snjóbolta“, sem farið hefur fram í Bræðslunni á Djúpavogi frá árinu 2013.

Við sýningarlok verður farið í framkvæmdir en unnið er að fjármögnun og skipulagi við endurbætur húsnæðisins.

Sigurður Guðmundsson gaf nýverið tuttugu og sjö listaverk, sem spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans, til safnsins. Mynda verkin stofn að safnkosti ARS LONGA en má vænta að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlendra sem íslenskra listamanna.

Skylt efni: Djúpavogur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...