Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara
Fréttir 1. júní 2018

Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök launþega hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nú hefur komið í ljós að samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Með vísan til þess og í samræmi við 2. málsl. 7. mgr. 7. gr. búvörulaga hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskað þess að félags- og jafnréttismálaráðherra tilnefni tvo fulltrúa í verðlagsnefnd.

Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd búvara skal vera lokið 15. júní nk. og nefndin skal fullskipuð 1. júlí 2018.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...