Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara
Fréttir 1. júní 2018

Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök launþega hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nú hefur komið í ljós að samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Með vísan til þess og í samræmi við 2. málsl. 7. mgr. 7. gr. búvörulaga hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskað þess að félags- og jafnréttismálaráðherra tilnefni tvo fulltrúa í verðlagsnefnd.

Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd búvara skal vera lokið 15. júní nk. og nefndin skal fullskipuð 1. júlí 2018.

Skylt efni: Verðlagsnefnd

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...