Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Fréttir 20. febrúar 2017

Samvinna um loftgæðamælingar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
 
Stöðin mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2).
 
Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum.
 
Með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir.
 
Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri innan tíðar.  

Skylt efni: loftgæðamælingar

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...