Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Fréttir 20. febrúar 2017

Samvinna um loftgæðamælingar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
 
Stöðin mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2).
 
Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum.
 
Með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir.
 
Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri innan tíðar.  

Skylt efni: loftgæðamælingar

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...