Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi

Fyrirhuguðum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem halda átti í dag, hefur verið frestað þangað til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir.

Á vef samtakanna kemur fram að boðun á auka aðalfundinum hafi verið í ljósi upplýsinga úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að endanlegar útfærslur á þeirra tillögum yrðu tilbúnar í olok þessarar viku þannig að hægt yrði að kynna þær á auka aðalfundinum. 

Þar kemur einnig fram að LS hafi verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Í þeim viðræðum hafi LS ásamt Bændasamtökum Íslands lagt fram heildstæðar tillögur að lausn vandans sem miða að því að koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbúskap á Íslandi og styrkja greinina til framtíðar. 

„Á miðvikudag bárust hins vegar þau skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögurnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því ekki hægt að kynna þær á fundinum. Það var því ljóst að boðaður auka aðalfundur á föstudag myndi ekki geta tekið afstöðu til tillagna stjórnvalda og því hefur verið ákveðið að fresta auka aðalfundi þar til boðaðar tillögur liggja fyrir.

Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar LS eru spor í rétta átt en samtökin telja þær ekki ganga nógu langt til að leysa vandann eins og þær líta út í dag.  Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga.  Enn skortir þó á skilning stjórnvalda  til þess  aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar.  Það þarf að breytast,“ segir á vef LS.

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...