Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda
Á Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.
Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.
Varðstaða um kjötgreinarnar
Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með samstöðu, þekkingarmiðlun og samlegðaráhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild.
„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með samstöðu, þekkingarmiðlun og samlegðaráhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild,“ segir í greinargerðinni.
Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:
Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.