Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Segja sjóðinn standa traustum fótum
Fréttir 6. júlí 2023

Segja sjóðinn standa traustum fótum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda birti á vef sínum tilkynningu þar sem segir að tryggingafræðileg staða sjóðsins sé innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði. Sjóðurinn standi því traustum fótum.

„Í tilefni af frétt um Lífeyrissjóð bænda sem birtist í Bændablaðinu 6. júlí 2023 vill stjórn sjóðsins taka eftirfarandi fram: 

Lífeyrissjóður bænda stendur traustum fótum og tryggingafræðileg staða er innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði.

Eins og komið hefur fram í fyrri tilkynningum þá sögðu fjórir aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs bænda af sér  eftir síðasta ársfund, sem haldinn var 26. maí 2023. Í kjölfar þess tóku tveir varastjórnarmenn sæti í aðalstjórn. Stjórn sjóðsins er nú skipuð Guðrúnu Lárusdóttur, formanni, Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, varaformanni og Oddnýju Steinu Valsdóttur. Stjórnin er starfhæf og fullnægir starfsemi sjóðsins öllum viðeigandi lögum og reglum og lýtur að auki, líkt og aðrir lífeyrissjóðir, eftirliti fjármálaeftirlitsins.

Vegna afsagnanna úr stjórn hefur verið boðað til aukaársfundar sjóðsins þann 31. ágúst n.k. þar sem stjórnarkjör verður á dagskrá. Samhliða vinnur stjórn að breytingum á samþykktum sjóðsins til að skýra reglur um stjórnarkjör.

Ný stjórn sjóðsins sem kjörin verður í sumarlok mun skoða hvernig starfsemi Lífeyrissjóðs bænda verður best hagað til framtíðar með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði bænda.

 

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...