Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðsetur fagráðs um velferð dýra er hjá Matvælastofnun.
Aðsetur fagráðs um velferð dýra er hjá Matvælastofnun.
Fréttir 13. janúar 2023

Seinagangur varðandi birtingu fundargerða og afgreiðslu mála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á fundi fagráðs um velferð dýra frá 26. október var meðal annars fjallað um viðbrögð Matvælastofnunar við tilkynningum um illa meðferð á dýrum, í kjölfar nokkurra alvarlegra mála sem komu upp síðasta haust.

Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Dýraverndarsambands Íslands og Bændasamtaka Íslands séu sammála um að Matvælastofnun eigi að grípa fyrr inn í slík dýravelferðarmál.

Fjallað var um dýravelferðarmál í fréttaskýringu í jólablaði Bændablaðsins þar sem fram kom að engin fundargerð úr fagráðinu hefði birst frá 29. júní, þrátt fyrir nokkur fundarhöld frá hausti í tengslum við áðurnefnd mál. Eftir útkomu jólablaðsins 15. desember birtust tvær fundargerðir og fjallar önnur þeirra um téð mál, sem fyrr segir.

MAST ætti að grípa fyrr inn í mál

Í fundargerðinni kemur fram að fulltrúi Dýraverndarsambands Íslands telji að Matvælastofnun hafi ekki nýtt þau úrræði sem stofnunin hafi í löggjöf til að grípa fyrr og sterkar inn í mál um velferð dýra.

Þar kemur einnig fram að fulltrúi Bændasamtakanna segir samtökin hafa rætt við Ríkisendurskoðun vegna úttektar hennar á Matvælastofnun, og taki undir sjónarmið DÍS um að æskilegt hefði verið að grípa fyrr inn í mál er varða dýravelferð. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir og formaður fagráðsins, telur hins vegar að Matvælastofnun hafi brugðist við og unnið samkvæmt útgefnu verklagi stofnunarinnar og í samræmi við stjórnsýslulög. Ákveðið var að fresta umræðum um málin og komust þau ekki á dagskrá fyrr en 12. desember.

Sigurborg Daðadóttir segir að fundargerðin frá þeim fundi sé ófrágengin en ákveðið hafi verið að vinna ályktun ráðsins um þessi mál á milli funda. Næsti reglulegi fundur sé áætlaður undir lok janúarmánaðar.

Ólíðandi að fundargerðir séu ekki birtar

Hilmar Vilberg Gylfason, yfir­ lögfræðingur Bændasamtaka Íslands og fulltrúi þeirra í fagráðinu, segir að málin hafi ekki verið kláruð á fundinum 12. desember. „Ég gerði athugasemdir við það á síðasta fundi að fundargerðir hefðu ekki verið birtar sem er auðvitað ekki ásættanlegt.

Ég hef svolítið verið að reyna að skilja starfsemi Matvælastofnunar en margt er þar sem er erfitt að átta sig á. Ef maður spyr hvort Matvælastofnun hafi nægilegar valdheimildir til að bregðast við í dýraverndarmálum þá eru svörin jafn mörg og ólík og fólkið sem maður talar við. Sama á við um það hvort Matvælastofnun vanti fjármuni til að ráða fleira fólk, þá eru svörin annaðhvort að það vanti ekki fólk eða að það sé svo mikið að gera að fólkið nái ekki að sinna verkefnunum.“

Matvælastofnun skylt að leita álits fagráðs

Fagráð um velferð dýra starfar á grunni laga um velferð dýra. Framkvæmd stjórnsýslunnar, í málum sem varða velferð dýra, er í höndum Matvælastofnunar sem er skylt að leita álits fagráðsins um stefnumótandi ákvarðanir og umsóknir um leyfi til dýratilrauna.

Fagráðið hefur aðsetur hjá Matvælastofnun sem leggur því til vinnuaðstöðu og starfsmann með sérfræðiþekkingu á starfssviði ráðsins. Í ráðinu skulu sitja fimm menn og jafnmargir til vara; fagfólk á sem flestum eftirtalinna fagsviða: dýralækninga, dýrafræði, dýraatferlisfræði, dýravelferðar, dýratilrauna, búfjárfræða og siðfræði. Hlutverk þess er meðal annars að vera Matvælastofnun til samráðs um stefnumótun og einstök álitaefni á sviði velferðar dýra, að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa stofnunina um mikilvæg málefni á sviði dýravelferðar auk þess að taka til umfjöllunar mál á sviði velferðar dýra að beiðni einstakra fagráðsmanna.

Trúnaður gildir um innihald funda ráðsins en í því sitja nú, auk Sigurborgar og Hilmars, þau Anna Berg Samúelsdóttir, búfræðingur og landfræðingur, tilnefnd af Dýraverndarsambandi Íslands, Katrín Andrésdóttir dýralæknir, tilnefnd af Dýralæknafélagi Íslands, og Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og kennari í siðfræði, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...