Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sex milljón lerkitré feld í Wales
Fréttir 3. júní 2015

Sex milljón lerkitré feld í Wales

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Wales á Bretlandseyjum hafa tekið ákvörðun um að fella sex milljón lerkitré sem klæða dali og hlíðar Cwamcart-skóglendisins. Ástæðan er sýking af völdum svepps sem kallast Phytophthora ramorum. 

Ákvörðunin um að fella tré er tekin í þeirri von að með aðgerðinni megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og skaða af völdum sveppsins sem dreifist með vindi. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að fella öll tré árið 2020 og að eftir það verið lauftrjám og greni plantað þar sem lerkitrén stóðu áður.

Í Cwmcarn voru áður kolanámur og lerkinu plantað í námunda við þær vegna þess hversu hraðvaxta það er þar en tilgangurinn var að nota timbrið af þeim til að styrkja námugöngin. Phytophthora ramorum sveppurinn greindist fyrst í Bretlandseyjum árið 2002 en útbreiðsla hans varð ekki vandamál fyrr en upp úr 2009 þegar hans varð vart í Japanslerki. Sveppsins varð fyrst vart í Wales árið 2010.

Timbrið úr lerkitrjánum verður nýtt til að smíða húsgögn og í spónaplötur.

Skylt efni: Skógrækt | Wales | lerki

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...