Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Úr safni
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent er á rekstrarvanda nautgripakjötsframleiðslunnar og lagt fyrir samninganefndir að tryggja afkomu við endurskoðun búvörusamninga.

Nautgripabændur segja að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti, sé reyndin sú að bændur sendi nautkálfa í auknum mæli nokkurra daga gamla í sláturhús. Ástæðan sé sú að afurðaverð ungnauta standi ekki undir framleiðslukostnaði.

Innflutningsheimildir nautakjöts hækkuðu úr 175 tonnum upp í 801 tonn eftir tollasamning við ESB frá 2015. Þetta leiddi til lækkunar afurðaverðs til bænda, en aðfangakostnaður hefur margfaldast undanfarin ár. Vegna þessa hafi framleiðsla nautakjöts fyrir íslenskan markað flust í auknum mæli úr landi. Í tölum Hagstofunnar er hægt að sjá að nautakjötsframleiðsla stendur fjárhagslega verst búgreina. Samkvæmt skýrslu RML greiddu nautakjötsframleiðendur 400-600 krónur með hverju kílói undanfarin ár. Neytendur hafa ekki notið góðs af lækkun afurðaverðs

Nú óska nautakjötsframleiðendur eftir svörum frá stjórnvöldum hvort stefnan sé að stunda nautakjötsframleiðslu hérlendis eða ekki. Sé vilji fyrir íslenskri framleiðslu þurfi að tryggja greininni stuðning og rekstraröryggi til lengri tíma.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...