Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Úr safni
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent er á rekstrarvanda nautgripakjötsframleiðslunnar og lagt fyrir samninganefndir að tryggja afkomu við endurskoðun búvörusamninga.

Nautgripabændur segja að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti, sé reyndin sú að bændur sendi nautkálfa í auknum mæli nokkurra daga gamla í sláturhús. Ástæðan sé sú að afurðaverð ungnauta standi ekki undir framleiðslukostnaði.

Innflutningsheimildir nautakjöts hækkuðu úr 175 tonnum upp í 801 tonn eftir tollasamning við ESB frá 2015. Þetta leiddi til lækkunar afurðaverðs til bænda, en aðfangakostnaður hefur margfaldast undanfarin ár. Vegna þessa hafi framleiðsla nautakjöts fyrir íslenskan markað flust í auknum mæli úr landi. Í tölum Hagstofunnar er hægt að sjá að nautakjötsframleiðsla stendur fjárhagslega verst búgreina. Samkvæmt skýrslu RML greiddu nautakjötsframleiðendur 400-600 krónur með hverju kílói undanfarin ár. Neytendur hafa ekki notið góðs af lækkun afurðaverðs

Nú óska nautakjötsframleiðendur eftir svörum frá stjórnvöldum hvort stefnan sé að stunda nautakjötsframleiðslu hérlendis eða ekki. Sé vilji fyrir íslenskri framleiðslu þurfi að tryggja greininni stuðning og rekstraröryggi til lengri tíma.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...