Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kolbrún Pálsdóttir, Jón Atli Benediktsson og Bryndís Fiona Ford við undirritun samstarfssamningsins í Háskóla Íslands.
Kolbrún Pálsdóttir, Jón Atli Benediktsson og Bryndís Fiona Ford við undirritun samstarfssamningsins í Háskóla Íslands.
Mynd / HÍ - Kristinn Ingvarsson
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamning um að flytja nám í skapandi sjálfbærni, sem hefur verið í boði við síðarnefnda skólann, á háskólastig.

Umsjón með verkefninu verður í höndum Menntavísindasviðs HÍ. Gert er ráð fyrir að kennsla í skapandi sjálfbærni á háskólastigi geti hafist við Hallormsstaðaskóla haustið 2025 í samstarfi við HÍ.

Með þessu opnast tækifæri fyrir nemendur HÍ að sækja sérhæft og verklegt staðbundið nám á sviði sjálfbærni, hönnunar, umhverfis- og loftslagsbreytinga, matvælagerðar og fleiri greina.

Gæðaviðmið tryggð

Í tilkynningu segir að samkvæmt hinum nýja samningi verði það hlutverk verkefnisstjóra í sköpun og sjálfbærni, sem ráðinn verður við Menntavísindasvið HÍ en með starfsstöð í Hallormsstaðaskóla, að fylgja eftir flutningi námsins á háskólastig og tryggja frekari þróun þess. Sú vinna mun fara fram skólaárið 2024–2025 í nánu samstarfi við Bryndísi Fionu Ford, skólameistara Hallormsstaðaskóla.

Sérstök námsstjórn, skipuð fimm fulltrúum Menntavísindasviðs HÍ og Hallormsstaðaskóla, mun hafa yfirumsjón með framkvæmd samningsins og tryggja m.a. að námið uppfylli gæðaviðmið háskóla.

Byggt á sterkum grunni

„Sérstaða þess náms sem hefur verið þróað síðustu ár í Hallormsstaðaskóla byggist á sterkum grunni stofnenda skólans. Við fögnum því að HÍ sjái tækifæri í að fullgilda námið á háskólastig,“ sagði Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallorms- staðaskóla, við undirritun samningsins.

„Hér er um að ræða fyrsta staðbundna háskólanámið á Austurlandi sem brýtur sannarlega blað,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Hallormsstaðaskóli hefði sterkar rætur í austfirsku samfélagi og væri saga skólans mjög merkileg. Hann fagnaði því þessum áfanga.

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, sagði um að ræða spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að taka eins árs þverfræðilegt grunnnám í stórkostlegu umhverfi Hallormsstaðaskógar og læra til fræða og faglegs handverks.

Hugsa mætti sér að námið gæti orðið hluti af frekara háskólanámi, s.s. sem aukafag í kennaranámi eða öðru námi við HÍ.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...