Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá vinstri á myndinni eru Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar hjá Ferðamálastofu, Þorbjörg Ása Jónsdóttir frá Skaftárhreppi, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Laufey Haraldsdóttir frá Háskólanum á Hólum og Laufey Skúl
Frá vinstri á myndinni eru Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar hjá Ferðamálastofu, Þorbjörg Ása Jónsdóttir frá Skaftárhreppi, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Laufey Haraldsdóttir frá Háskólanum á Hólum og Laufey Skúl
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. nóvember 2015

Skagafjörður er gæðaáfangastaður Íslands 2015

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. 
 
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.
 
Matartengd ferðaþjónusta þema ársins
 
Af þessu tilefni er haldin samkeppni um gæðaáfangastaði í Evrópu annað hvert ár með nýju þema í hvert sinn, en þema ársins 2015 var matartengd ferðaþjónusta. Sérstök valnefnd fór yfir þær umsóknir sem bárust frá íslenskum áfangastöðum og voru viðurkenningar afhentar á Ferðamálaþinginu á Akureyri þann 28. október síðastliðinn. Þá fá þau verkefni sem urðu í tveimur efstu sætunum boð um þátttöku á sérstakri verðlaunaathöfn í Brussel nú í desember þar sem saman koma verðlaunahafar frá öllum þátttökulöndum.
 
Matarkistan Skagafjörður ruddi veginn
 
Eftir yfirferð umsókna ákvað valnefnd EDEN-verkefnisins á Íslandi að útnefna Sveitarfélagið Skagafjörð sem gæðaáfangastað Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður.
 
 Í niðurstöðu valnefndar segir:
„Matarkistan Skagafjörður á sér langa sögu og fyrsta samstarfsverkefni sinnar tegundar á sviði matartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Má því segja að verkefnið hafi rutt veginn og undirbúið jarðveginn fyrir önnur slík verkefni víða um land og sé því sannkallað frumkvöðlaverkefni. Afurðir verkefnisins hafa verið margar og fjölbreyttar í gegnum tíðina, en þar má m.a. nefna árlega Hrossaveislu, fyrirlestra og námsefni á vegum Hólaskóla og matreiðslubókina Eldað undir bláhimni. Nefndin telur verkefnið vel að heiðrinum komið og vonast til að tilnefningin verði til að efla enn frekar matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði, sem og á landinu öllu.“
 
Skaftárhreppur – Hvað er í matinn?
 
Annað sætið hlaut Skaftárhreppur fyrir verkefnið Hvað er í matinn? Í niðurstöðu valnefndar segir: „Hvað er í matinn? er afar áhugavert og metnaðarfullt verkefni sem nefndin telur eiga góða möguleika á að vaxa og dafna. Sérstaklega athygli vekur sú áhersla verkefnisins að endurverkja gamlar matarhefðir á svæðinu og efla atvinnulíf með því að þróa frekari fullvinnslu afurða í heimabyggð. Gott dæmi um þetta eru nýstofnað handverkssláturhús á Seglbúðum og endurvakning gamalla hefða við vinnslu og neyslu melgresis. Nefndin telur fullvíst að spennandi verði að fylgjast með framþróun þessa metnaðarfulla verk­efnis á næstu misserum.“
 
Hvatningarstyrkur
 
Þar sem tilnefningu frá EDEN-verkefninu fylgir ekki stuðningur í formi fjármagns, hefur Ferðamálastofa ákveðið að veita sk. hvatningarstyrk til Matarkistunnar Skagafjarðar að upphæð kr. 250.000 til undirbúnings á matartengdum ferðapakka um Skagafjörð.
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...