Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðhúsið á Sauðárkróki
Ráðhúsið á Sauðárkróki
Mynd / Sveitarfélagið Skagafjörður
Fréttir 11. nóvember 2020

Skagafjörður lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu mála varðandi riðu

Höfundur: Ritstjórn

Á fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun er lýst áhyggjum yfir stöðu mála varðandi riðu í Skagafirði, í ljósi nýlegra tilfella í Tröllaskagahólfi.

 Nefndin tekur undir með landbúnaðarráðherra að tímabært sé að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir.

 „Meðal þess sem þarf að greina og rannsaka betur eru smitleiðir, sóttvarnir, hagkvæm nýting arfgerðagreininga í ræktunarstarfinu, kynbótastarf innan sóttvarnahólfa o.fl. þættir. Jafnframt þarf að leysa það vandamál sem blasir við þegar ekki er unnt að farga sóttmenguðum úrgangi með brennslu hér á landi, eins og æskilegast væri að gera m.t.t. sóttvarna,“ segir í fundargerð.

Bændur geti byggt upp lífsviðurværi sitt að nýju

 „Enn fremur þarf að gæta að því hvernig unnt er að styðja þá bændur sem verða fyrir niðurskurði vegna riðu til að byggja upp bú sín að nýju. Sauðfjárrækt er ein mesta byggðafestubúgrein landsins og mikilvægt að fjárhagslegt áfall af völdum niðurskurðar komi ekki í veg fyrir að bændur sem fyrir honum verða geti byggt upp lífsviðurværi sitt að nýju.

Þá vill landbúnaðarnefnd að horft verði til meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna þegar tekin er ákvörðun um niðurskurð vegna riðu en hún er lögfest í 12. grein laganna þar sem segir: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“

Í því sambandi má benda á að a.m.k. á einu býlanna sem um ræðir greindist ekki riða í þeim 161 grip sem hefur verið lógað af viðkomandi býli vegna tengsla við aðkomuhrút sem dvaldist á býlinu um skemmri tíma, jafnvel þótt tekin hafi verið sýni úr bæði heilavef og eitlum gripanna. Hrúturinn var staddur á býlinu vegna afkvæmarannsókna fyrir sæðingarstöðvar og ábúendum einungis treyst fyrir afkvæmarannsókninni þar sem sauðfjárbúskapur á býlinu er til fyrirmyndar. Hrúturinn átti einungis að dvelja á býlinu yfir fengitímann en vegna utanaðkomandi ástæðna dvaldi hann þar fram á haust. Nauðsynlegt er að farið verið rækilega ofan í saumana á því hvort skipulögð og markviss hreinsun á býlinu og strangt eftirlit í tiltekinn tíma undir stjórn héraðsdýralæknis og í sátt við nágranna viðkomandi skili ekki sama árangri og ef gripið yrði til niðurskurðar, án fjárhagslegs tjóns fyrir viðkomandi bændur og ríkisvaldið. Fordæmi eru fyrir því innan Skagafjarðar að ekki hafi verið skorið niður allt fé á býli vegna gruns um riðuveiki en í staðinn gripið til annarra aðgerða líkt og bent er á hér að framan,“ segir ennfremur í fundargerð landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...