Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lerki í skógrækt.
Lerki í skógrækt.
Fréttir 25. september 2020

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjuskatts vegna kostnaðar við skógrækt og fleiri aðgerðir sem leiða til kolefnisbindingar. Markmið laga um þessi efni er að auka þátttöku fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í baráttunni gegn hlýnun loftslags.

Í frumvarpinu, sem orðið er að lögum, fólst breyting um tekjuskatt sem kveður á um frádrátt vegna framlaga til aðgerða sem gagnast kolefnisjöfnun. Þessi frádráttur getur að hámarki numið 0,85% af tekjum viðkomandi lögaðila á því ári sem framlögin eru innt af hendi. Í lagatextanum segir að þetta eigi við aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis.

Til framlaga teljast, auk fjárframlaga til sjóða, stofnana, sjálfseignarstofnana og samtaka sem vinna að kolefnisjöfnun, verklegar framkvæmdir sem fyrirtæki taka að sér í samvinnu við sjóði, stofnanir, sjálfseignarstofnanir og samtök og taka ekki greiðslu fyrir. Til framlaga telst einnig framkvæmdakostnaður, svo sem fæði og ferðir, þegar um er að ræða sjálfboðaliðastörf starfsmanna fyrirtækis til kolefnisjöfnunar.

Skylt efni: Skógrækt

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...