Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lerki í skógrækt.
Lerki í skógrækt.
Fréttir 25. september 2020

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjuskatts vegna kostnaðar við skógrækt og fleiri aðgerðir sem leiða til kolefnisbindingar. Markmið laga um þessi efni er að auka þátttöku fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í baráttunni gegn hlýnun loftslags.

Í frumvarpinu, sem orðið er að lögum, fólst breyting um tekjuskatt sem kveður á um frádrátt vegna framlaga til aðgerða sem gagnast kolefnisjöfnun. Þessi frádráttur getur að hámarki numið 0,85% af tekjum viðkomandi lögaðila á því ári sem framlögin eru innt af hendi. Í lagatextanum segir að þetta eigi við aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis.

Til framlaga teljast, auk fjárframlaga til sjóða, stofnana, sjálfseignarstofnana og samtaka sem vinna að kolefnisjöfnun, verklegar framkvæmdir sem fyrirtæki taka að sér í samvinnu við sjóði, stofnanir, sjálfseignarstofnanir og samtök og taka ekki greiðslu fyrir. Til framlaga telst einnig framkvæmdakostnaður, svo sem fæði og ferðir, þegar um er að ræða sjálfboðaliðastörf starfsmanna fyrirtækis til kolefnisjöfnunar.

Skylt efni: Skógrækt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...