Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Mynd / TB
Fréttir 17. desember 2019

Skeggrætt við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur um Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Höfundur: Ritstjórn

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, er viðmælandi Áskels Þórissonar í nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Skeggrætt. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem hún hefur ferðast víða og kynnst nemendum úr öllum heimshornum. Í viðtalinu segir hún m.a. frá starfsemi Landgræðsluskólans, gildi alþjóðlegrar samvinnu, áhrifum loftslagsbreytinga á landbótastarf og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.

Landeyðing er ekki séríslenskt vandamál heldur alþjóðlegt. Vítt og breytt um heiminn þarf fólk að heyja sömu baráttuna í umhverfismálum, vegna sandfoks, ofbeitar, námavinnslu og fleira. Uppbygging þekkingar og samvinna þjóða heims er lykillinn að því að berjast fyrir sjálfbærri framtíð að mati Hafdísar Hönnu.

Sambúð manns og náttúru

Sambúð manns og náttúru er að mörgu leyti stormasöm og í umræðu um loftslagsmál og ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ekki alltaf ástæða til bjartsýni. Í þættinum er Hafdís Hanna meðal annars spurð að því hvort mannskepnan geti yfirleitt lifað í sátt við náttúruna.

 „Ég ætla bara að trúa því, er svo bjartsýn að eðlisfari. Við erum auðvitað hluti af náttúrunni og eigum ekki að taka manninn sérstaklega út fyrir sviga. Við tölum oft um vistkerfisþjónustu, hvort sem það eru skógar, votlendi, graslendi, vötn eða hvað sem er. Við erum algjörlega háð þeirri þjónustu sem þessi vistkerfi eru að veita okkur. Þarna fáum við efnivið í húsbyggingar, í fötin okkar, hreint vatn og hreinan jarðveg. Maturinn sem við ræktum í moldinni eða lyf sem við vinnum.“ Hún segir að við séum algjörlega háð náttúrunni og gæðum hennar sem við megum ekki taka sem sjálfsögðum hlut.  „Við þurfum virkilega að hugsa okkar gang.“


Áskell Þórisson er fyrrum ritstjóri Bændablaðsins og hefur m.a. unnið sem útgáfustjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann starfar hjá Landgræðslunni í dag sem kynningar- og upplýsingafulltrúi.

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni

Áskell Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins, mun í þáttunum skeggræða við viðmælendur um umhverfismál í víðu samhengi. Þættirnir eru teknir upp hjá Bændablaðinu og verða birtir inni á bbl.is. Þeir verða aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum í fyllingu tímans.

Hægt er að hlusta á Skeggrætt í spilaranum hér undir.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.