Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Mynd / ghp
Fréttir 13. apríl 2023

Skilyrði sköpuð til 25% vaxtar í íslenskri garðyrkju

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir skemmstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðar verði svipuð frá ári til árs, en markmið eru um að skapa skilyrði til 25 prósenta framleiðsluaukningar á grænmeti – bæði í útiræktun og ylrækt.

Í yfirliti um útgjaldaramma fyrir málefnasvið ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028, sést að gert er ráð fyrir að útgjöld stjórnvalda til landbúnaðarmála standi nokkurn veginn í stað miðað við verðlag þessa árs; verði 21.173 m.kr. árið 2024, 21.261 m.kr. árið 2025, 21.123 m.kr. árið 2026, 21.198 m.kr. árið 2027 og 21.173 m.kr. á árinu 2028.

Í kafla fjármálaáætlunarinnar um landbúnað, í málaflokki um stjórnun landbúnaðarmála, er áætlun um vaxtarþróun í garðyrkjunni. Þar er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til að framleiðsla á útiræktuðu grænmeti og ylræktuðu grænmeti muni aukast um 25 prósent frá síðasta ári til ársins 2028. Í útiræktun fari framleiðslan úr 1.170 tonnum í 1.460 tonn. Í ylræktinni fari framleiðslan úr 3.485 tonnum í 4.350 tonn. Strax á næsta ári á að skapa skilyrði til tíu prósenta vaxtar í þessum greinum á þessum tveimur árum.

Þá er gert ráð fyrir að skilyrði skapist til að auka hlutfall á lífrænt vottuðu landbúnaðarlandi, þannig að það verði komið í átta prósent árið 2028, úr minna en einu prósenti á síðasta ári. Það markmið er í takti við tillögur sem nýverið var skilað til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að strax á næsta ári verði hlutfallið komið í tvö prósent.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...