Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skógarverðir myrtir
Fréttir 30. október 2019

Skógarverðir myrtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarvörður í Rúmeníu var nýlega skotinn til bana með veiði­riffli þegar hann var á leiðinni á vettvang til að kanna ólöglegt skógarhögg. Skógarvörðurinn er annar sem myrtur er í landinu á tveimur mánuðum í átökum vegna ólöglegs skógarhöggs.

Í Rúmeníu er að finna talsvert af ósnertum frumskógum og gömlum ræktuðum skógum sem eru mikilvægt búsvæði fyrir villt dýr eins og birni, úlfa og villta ketti. Skógarnir hafa í langan tíma verið helsta nytjasvæði ólöglegs skógarhöggs í Evrópu og gríðarlegt magn trjáa fellt ólöglega á hverju ári. Timbrið úr skógunum er selt um alla Evrópu og notað í húsbyggingar, húsgögn og til pappírsgerðar.

Skógarvörðurinn sem var skotinn til bana fór til að kanna sögu­sagnir um ólöglegt skógarhögg í fjalllendi í norðanverðu landinu. Fyrir um tveimur mánuðum fannst annar látinn skógarvörður skammt frá athafnasvæði ólöglegra skógarhöggsmanna. Sá maður hafði verið sleginn í höfuðið með öxi og lést vegna höfuðblæðinga.

Dauðsföllin hafa skiljanlega vakið talsverða athygli og orðið til þess að skógahöggsmenn í landinu hafa stigið fram og sagt frá margs konar árásum sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfsins, bæði ofbeldi og hótunum. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...