Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.
Fréttir 21. september 2017

Skorað á sláturleyfishafa að endurskoða afurðaverð til bænda

Höfundur: Tjörvi Bjarnason / Vilmundur Hansen

Miklar umræður fóru fram á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda í Bændahöllinni um útflutningsskyldu sem bændur og sláturleyfishafar hafa óskað eftir að stjórnvöld fari í til þess að vinna á birgðavandanum.

Rætt var um að skoðað verði að lögleiða heimild til landbúnaðarráðherra til íhlutunar í lambakjötsmarkaðinn þegar óeðlilegar sveiflur eiga sér stað. Þá verði hægt að nýta slíka heimild til að tryggja nægt framboð lambakjöts á innanlandsmarkaði ef skilyrði til útflutnings eru góð. Þannig forðist menn skortsástand sem gæti leitt til mikillar hækkunar á verði til neytenda. Leitast verði við að setja inn mælikvarða með því sjónarmiði að þessar aðgerðir verði almennar við fyrirfram skilgreindar aðstæður.

Vöruþróun og vöruframboð sauðfjárafurða

Fundurinn felur stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma á samráðs­hópi sem ynni að vöruþróun og vöruframboði sauðfjárafurða, bændum og neytendum til heilla. Lagt er til að hópinn skipi fulltrúar bænda, sláturleyfishafa, verslunar og neytenda.

Tillögum ráðherra hafnað

Eins og áður sagði hafnaði forysta sauðfjárbænda tillögum ráðherra. Fundurinn telur ljóst að framkomnar tillögur landbúnaðarráðherra til að taka á vanda sauðfjárbænda muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar en hvetur stjórnir LS og BÍ að vinna áfram að framgangi þessara mála með stjórnvöldum. Fram kom í ályktun fundarins að æskilegt væri að niðurstaða fengist í málið fyrir lok árs 2017. 

Fundurinn ályktaði um fleira

Auk tillagna um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda sauðfjárbænda var ályktað um afurðaverð, um niðurtröppun beingreiðslna, útflutning og um skýrslu Byggða­stofnunar.
Telja ekki forsendu fyrir 35% afurðaverðslækkun

Fundurinn skoraði á sláturleyfishafa að endurskoða afurðaverð til bænda nú þegar. Í ljósi nýrra upplýsinga um birgðir telur fundurinn ekki ástæðu fyrir allt að 35% afurðaverðslækkun. Framkomin afurðaverð eru algjör forsendubrestur fyrir rekstri sauðfjárbúa.

Ályktun um stöðvun á niðurtröppun beingreiðslna var tilkomin vegna þess að sýnt þykir að markmið sem sett voru í sauðfjársamning munu ekki nást. Að óbreyttu myndu beingreiðslur lækka um næstu áramót sem fundurinn telur ekki raunhæft miðað við núverandi aðstæður og auka enn á vanda margra bænda.

Fundurinn ályktaði að auki um fyrirkomulag útflutnings á sauðfjárafurðum. Lagt var til að sláturleyfishafar störfuðu miðlægt að útflutningi í samstarfi við Icelandic lamb. Mikilvægt væri að vinna við markaðssetningu á erlenda markaði væri skilvirk og með langtímamarkmið í huga. Þar yrði fyrst og fremst horft til stöðugri velborgandi markaða sem byggja á uppruna og heilnæmi vörunnar.

Að lokum ályktaði fundurinn um skýrslu Byggðastofnunar um stöðu sauðfjárræktarinnar þar sem hvatt var til þess að stjórn LS og BÍ hafi hana til hliðsjónar í komandi viðræðum við stjórnvöld.

Í anda tillagna BÍ

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að ný skýrsla Byggðastofnunar sé mjög í anda þess sem Bændasamtökin hafi lagt fram til að mæta vanda sauðfjárræktarinnar.

Í skýrslunni er meðal annars lagt til tímabundin útflutningsskylda, aukinn byggðastuðningur og að ríkið leggi fram lán eða styrki til þess að mæta lækkun verðs á sauðfjárafurðum og komi þannig á móts við vanda sauðfjárbænda.
„Að mínu mati er mikilvægt að Jón Gunnarsson hafi látið vinna skýrsluna og mjög áhugavert hvað lausnir Byggðastofnun leggur til.

Í fyrsta lagi telur Byggðastofnun að staðan sé alvarleg og gæti ef ekkert verður að gert haft slæm áhrif á byggðir og byggðaþróun í landinu og það er eitt af því sem við höfum verið að segja og staðfest í skýrslunni. Það vekur einnig athygli að Byggðastofnun talar fyrir svipuðum tillögum og við lögðum fyrir núverandi landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu, í upphafi viðræðnanna við hana um nauðsyn þess að hafa einhvers konar tímabundið inngrip í markaðinn.

Ég sé því alveg möguleika á því að horfa til þessarar skýrslu og láta Byggðastofnun um að útfæra tillögur til að koma sér saman um lausn á vanda sauðfjárræktarinnar,“ segir Sindri.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...