Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skordýr og þari sem fóðurbætir
Fréttir 28. febrúar 2018

Skordýr og þari sem fóðurbætir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðasjóði villtra dýra, WWF, verður að finna nýjan valkost við fóðrun búfjár til að draga úr skógareyðingu og eyðingu náttúrulegra svæða í heiminum.

Meðal hugmynda sem hafa komið fram er að fóðra skuli jórturdýr, sérstaklega nautgripi, á þara og skordýrum. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni Extinction and Livestock, sem haldin var í október á síðasta ári, mælir ekkert gegn því að ala búfé að hluta til á skordýrum og þara.

Ræktun á fóðri, soja og  maís og framleiðsla á fiskimjöli til framleiðslu á fóðri er gríðarlega landfrek og krefst mikils fiskjar.

Samkvæmt rökum WWF er mun ódýrara að fóðra búfé á skordýrum og þara en því fóðri sem notað er í dag og auk þess einnig mun umhverfisvænna. Tilraunir við notkun á þessu nýja fóðri er þegar hafin og er sögð lofa góðu. Sem ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir íslenska sauðfjárbændur sem hafa lagt stund á fjörubeit fjár allt frá landnámi.
      

Skylt efni: fóður | Búfé | Skordýr | þari

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...