Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skráning afurðatjóns vegna COVID-19
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2020

Skráning afurðatjóns vegna COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Á Bændatorginu er nú hægt að skrá afurðatjón bænda og ferðaþjónustuaðila í sveitum undir liðnum „Afurðatjón bænda v. COVID-19.“ Þar er unnt að skrá það tjón sem bændur telja sig hafa orðið fyrir og rekja má til veirunnar. Hægt er að skrá afurðatjón, kostnað vegna breytinga á vinnuliðum, vegna heimaveru starfsfólks, tapaðar gistinætur o.fl.

Skráningarnar verða notaðar til að leggja mat á það tjón sem bændur kunna að verða fyrir og í framhaldinu til að sækja fjármagn til þess að koma til móts við það. Ekki hafa fengist nein vilyrði fyrir því að bændur fái tjón bætt en þeir eru engu að síður hvattir til þess að halda skráningum til haga.

Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, RML, sem mun halda utan um skráningarnar. Síminn hjá RML er 516-5000 og netfangið er rml@rml.is.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.