Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2019

Skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og BÍ. Heildarútgáfa samningsins byggir á kjarasamningi SGS og SA undirrituðum  3. apríl 2019 (heildarsamningi) og kjarasamningi SGS við BÍ undirrituðum 15. mars 2016.

Samningurinn þessi gildir frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Allir launaliðir samnings taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA sem fyrr er vísað til.

Samið var um hækkun á hámarksfrádrætti vegna fæðis og húsnæðis sem vinnuveitandi leggur launþega til. Hækkunin nemur 2,5% í hvert skipti sem laun hækka samkvæmt samningnum þ.e. 1.apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. 

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Í ráðningarsamningi skal m.a. koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. kjarasamningsins.

Samninginn má finna í heild sinni á vef Starfsgreinasambands Íslands.

Skylt efni: kjarasamningar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...