Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skýrslu um þróun tollverndar skilað til ráðherra
Fréttir 10. nóvember 2020

Skýrslu um þróun tollverndar skilað til ráðherra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur, sem falið var að greina þróun tollverndar og stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, hefur skilað skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og gerði ráðherra grein fyrir skýrslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Í skýrslunni er fjallað um markaðsaðgang og tollaívilnanir í gegnum fríverslunar- og viðskiptasamninga sem Ísland hefur gert, ítarlega er farið yfir þróun á innflutningi landbúnaðarafurða og innlendrar framleiðslu síðasta áratuginn og fjallað er um þróun tollverndar og stuðning við landbúnað í alþjóðlegu samhengi.

 

Skýslan var unnin að frumkvæði Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og er liður í aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Skýrslan verður tekin til athugunar í verkefnistjórn um mótun landbúnaðarstefnu

 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: 

  • Erlend samkeppni hefur aukist töluvert með auknum innflutningi landbúnaðarvara síðasta áratuginn. Stærstu áhrifaþættirnir eru aukin eftirspurn vegna fjölgunar ferðamanna, breytingar á neysluvenjum og rýmri markaðsaðgangur fyrir innfluttar vörur til Íslands. Þar ber helst að nefna samninga Íslands við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tóku gildi árið 2018. Eftirspurn eftir tollkvótum hefur aukist mikið undanfarin ár og opnir tollkvótar hafa verið veittir tímabundið á ákveðnum vörum þegar þær skorti á innlendum markaði. 

  • Innlend framleiðsla virðist í flestum tilvikum ekki hafa haldið í aukna eftirspurn og hefur henni verið mætt í meira mæli með innflutningi. Sjá má að í ákveðnum vöruflokkum hefur framboð ekki náð að anna eftirspurn og hafa ákveðnar vörur verið fluttar inn á tiltölulega háum tollum á síðari árum, sem var fáheyrt fyrr á tímum. Framleiðsluferill margra landbúnaðarvara er langur og getur reynst erfitt fyrir framleiðendur að bregðast skjótt við breytingum á markaði. Markaðshlutdeild innfluttra vara hefur því almennt aukist nokkuð umfram innlendar vörur. 
  • Dregið hefur úr tollvernd á ýmsum vörutegundum í formi tollaniðurfellinga, tollalækkana og aukinna tollkvóta. Stærsti einstaki áhrifaþátturinn eru samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Auknir tollkvótar hafa aukið markaðsaðgang hingað til lands á kjöti, ostum og unnum kjötvörum. 

  • Samkvæmt OECD hefur tollvernd á Íslandi dregist saman yfir lengri tíma en breytilegt eftir því hvaða tímabil eru til skoðunar. Í alþjóðlegum samanburði er tollvernd mest hjá Íslandi samanborið við aðildarríki OECD og ESB, en hún er á svipuðu reki og hjá Noregi og Sviss.

Starfshópurinn var þannig skipaður:

  • Daði Már Kristófersson, skipaður formaður,
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,
  • Tryggvi Másson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, 
  • Arnar Freyr Einarsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið,
  • Bryndís Eiríksdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Erna Bjarnadóttir var upphaflega skipuð í starfshópinn sem fulltrúi Bændasamtaka Íslands, en frá 1. október 2019 tók Sigurður Eyþórsson sæti hennar.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...