Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Fréttir 15. júní 2020

Sláturhús á hjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Þýskalandi er leyfilegt að slátra gripum í færanlegum sláturhúsum og selja síðan afurðirnar ferskar á matarmörkuðum. Heimaslátrum er sögð hafa þann kost að ekki þurfi að flytja gripi langar leiðir fyrir slátrun.

Umræða um heimaslátrun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og unnið er að mótun tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem líklega mun fara af stað í haust.

Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa komið upp sýkingar af völdum COVID-19 í sláturhúsum og afurðastöðvum með þeim afleiðingum að loka hefur þurft vinnslunum.

Kjötið alltaf ferskt

Þýskur slátrari tók skrefið í hina áttina og innréttaði sendibíl sem lítið sláturhús og afurðastöð á hjólum og hefur haft yfirdrifið nóg að gera í framhaldinu. Til þess að tryggja að kjötið sé alltaf ferskt heimsækir slátrarinn býli og slátrar dýrunum á staðnum. Að því loknu eru afurðirnar unnar í bílnum og ekið með þær á matarmarkaði og seldar þar.

Margir kostir við heimaslátrum

Að sögn þeirra sem að verkefninu standa hefur heimslátrun ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Þess í stað eru dýrin heima við og á fóðrum til hins síðasta.

Reynslan af sláturbílnum hefur verið góð og á einu ári hefur hann unnið á 350 býlum og slátrað og unnið einn til fjóra nautgripi, tvö til þrjú svín og allt að 38 kindur á hverju býli.

Löng hefð er fyrir minni sláturhúsum og heimaslátrun í Þýskalandi og víða í Evrópu en litlum sláturhúsum og kjötkaupmönnum hefur þrátt fyrir það fækkað mikið og orðið undir í baráttunni við stærri afurðastöðvar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...