Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Mynd / ph
Fréttir 15. febrúar 2024

Snemmgrisjun er óalgeng

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tæp áttatíu prósent skógarbænda hófu skógrækt á sinni jörð fyrir árið 2010. Vegna aldurs skógarins ættu flestir að vera komnir með einhverjar viðarnytjar.

Þrátt fyrir þetta hafa rúm sextíu prósent skógarbænda ekki framkvæmt snemmgrisjun í sínum skógum. Henni er lokið hjá rúmlega níu prósent skógarbænda á meðan snemmgrisjun stendur yfir hjá tuttugu og tveimur prósentum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem framkvæmd var meðal meðlima í deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Ekki virðist liggja í augum uppi hvað skógarbændur geti gert við sínar afurðir, en fjörutíu og sex prósent svarenda segjast ekki vita hvert þeir eigi að leita þegar skógurinn er kominn á seinni stig grisjunar. Nær allir svarendur myndu vilja sjá viðarmiðlun eða einhvern hráefniskaupanda verða að veruleika. Mestur áhugi er á viðarmiðlun í gegnum samvinnufélag í eigu bænda á meðan lítill hluti myndi vilja selja sitt timbur í gegnum einkaaðila eða á eigin vegum.

Sú trjátegund sem nýtur mestrar hylli er lerki, en tæp sextíu prósent svarenda sögðu þá tegund vera ríkjandi á sinni jörð. Næstvinsælust er fura, greni í þriðja sæti og birki í því fjórða. Að lokum kemur ösp, þó hún njóti samt sem áður nokkurrar hylli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður úr könnuninni eru meðal annars þær að einungis tæp tíu prósent svarenda eru undir fimmtugu. Þá vilja tæp sjötíu prósent búa til kolefniseiningar með skógrækt. Að lokum virðist áhugi skógarbænda á Bændablaðinu vera mjög mikill, en einungis rúm tvö prósent svarenda sögðust ekki lesa þann miðil.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...