Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Mynd / ph
Fréttir 15. febrúar 2024

Snemmgrisjun er óalgeng

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tæp áttatíu prósent skógarbænda hófu skógrækt á sinni jörð fyrir árið 2010. Vegna aldurs skógarins ættu flestir að vera komnir með einhverjar viðarnytjar.

Þrátt fyrir þetta hafa rúm sextíu prósent skógarbænda ekki framkvæmt snemmgrisjun í sínum skógum. Henni er lokið hjá rúmlega níu prósent skógarbænda á meðan snemmgrisjun stendur yfir hjá tuttugu og tveimur prósentum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem framkvæmd var meðal meðlima í deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Ekki virðist liggja í augum uppi hvað skógarbændur geti gert við sínar afurðir, en fjörutíu og sex prósent svarenda segjast ekki vita hvert þeir eigi að leita þegar skógurinn er kominn á seinni stig grisjunar. Nær allir svarendur myndu vilja sjá viðarmiðlun eða einhvern hráefniskaupanda verða að veruleika. Mestur áhugi er á viðarmiðlun í gegnum samvinnufélag í eigu bænda á meðan lítill hluti myndi vilja selja sitt timbur í gegnum einkaaðila eða á eigin vegum.

Sú trjátegund sem nýtur mestrar hylli er lerki, en tæp sextíu prósent svarenda sögðu þá tegund vera ríkjandi á sinni jörð. Næstvinsælust er fura, greni í þriðja sæti og birki í því fjórða. Að lokum kemur ösp, þó hún njóti samt sem áður nokkurrar hylli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður úr könnuninni eru meðal annars þær að einungis tæp tíu prósent svarenda eru undir fimmtugu. Þá vilja tæp sjötíu prósent búa til kolefniseiningar með skógrækt. Að lokum virðist áhugi skógarbænda á Bændablaðinu vera mjög mikill, en einungis rúm tvö prósent svarenda sögðust ekki lesa þann miðil.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...