Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu
Mynd / Lav Ulv - Creative Commons
Fréttir 16. október 2020

Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Snorri Sigurðsson, sem er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur fyrir reglubundin skrif um fagleg málefni landbúnaðar, hefur undanfarin ár gegnt stöðu eins af framkvæmdastjórum Arla Foods í Kína og haft yfirumsjón með rekstri hins Dansk-kínverska Mjaltatækniseturs. Snorri hefur nú verið ráðinn til Arla Foods í Nígeríu og mun flytjast þangað, ásamt konu sinni, Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur, eftir áramótin. 

Snorri Sigurðsson

Arla Foods, sem er fjórða stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í heiminum og með nærri 100-falda mjólkurinnvigtun á við allt Ísland, hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu starfsemi sinnar utan Evrópu. Hingað til hefur félagið lagt mesta áherslu á Mið-Austurlönd þar sem hefur náðst einstakur árangur og félagið er langstærsti söluaðili mjólkurvara þar í dag. Þá hefur undanfarið verið lögð mikið áhersla á kínverska markaðinn og nú er svo komið að félagið er stærsti innflytjandi á mjólk til landsins og hefur þar með sett hið þekkta Fonterra afturvfyrir sig. Nú hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar ákveðið að setja mikinn kraft í uppbyggingu Arla Foods í Vestur-Afríku. Þar hefur orðið ör breyting á undanförnum árum og sér í lagi í Nígeríu með mikilli hlutfallslegri aukningu á tekjum með tilheyrandi fólksfjölgun og aukinni almennri velmegun.  

Nígería er sú þjóð sem vex hvað örast í heiminum og er talið að þar muni um 400 milljónir búa árið 2050. Svo ör vöxtur kallar á stóraukna framleiðslu á matvælum og Arla Foods hefur alltaf þá stefnu að bæði flytja inn mjólkurvörur frá eigendum sínum í Norður-Evrópu en einnig að byggja upp eigin vinnslu í viðkomandi landi. 

Þar sem mjólkurframleiðslan í Nígeríu er næsta lítil, einungis 0,4 milljarðar lítra, eru mikil sóknarfæri í mjólkurframleiðslu í landinu fyrir Arla Foods. Það verður einmitt verkefni Snorra að sjá um þessa þróunarstarfsemi félagsins, sem m.a. felst í því að byggja upp og efla mjólkurframleiðslu landsins í samstarfi við þarlend stjórnvöld og mun Arla Foods samhliða byggja upp eigin afurðavinnslu til þess að vinna úr allri mjólkinni sem verður framleidd á komandi árum. 

Skylt efni: Arla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...