Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fréttir 5. september 2019
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sögu Iðuferju, brúarinnar á Hvítá hjá Iðu og Laugaráss eru gerð skil á söguskiltum sem nú hafa verið sett upp við norðurenda brúarinnar. Skiltin voru afhjúpuð þann 24. ágúst í einstakri veðurblíðu að viðstöddu fjölmenni.
Við athöfnina gerðu þau Elínborg Sigurðardóttir á Iðu og Páll M. Skúlason í Kvistholti grein fyrir tilurð skiltanna, sem voru gerð í minningu hjónanna Ingólfs Jóhannssonar og Margrétar Guðmundsdóttur á Iðu og Guðnýjar Pálsdóttur og Skúla Magnússonar í Hveratúni í Laugarási. Það voru afkomendur þeirra sem áttu frumkvæði að þessari framkvæmd og þeir styrktu gerð þeirra með umtalsverðu fjárframlagi. Það voru síðan börn Iðuhjóna og Hveratúnshjóna sem afhjúpuðu skiltin. Í lok athafnarinnar afhentu afkomendur hjónanna Sveitarfélaginu Bláskógabyggð skiltin til umsjónar og varðveislu og sveitarstjórinn, Ásta Stefánsdóttir, veitti þeim viðtöku.
„Halló, halló, ferja“
„Millifyrirsögnin vísar til minninga bræðranna Einars og Jósefs Ólafssona, en faðir þeirra, Ólafur Einarsson, var héraðslæknir í Laugarási frá 1932–1947. Þeir voru oft sendir á Skálholtshamar, sem er þar sem norðurendi brúarinnar er nú, til að kalla á ferjuna og flýta þannig fyrir föður sínum, sem þurfti að fara í læknisvitjun austan ár.
Þeir voru einnig ósjaldan sendir á ferjuna með lyf sem þurfti að koma yfir. Það sama má segja um mjóróma hróp þeirra af Auðsholtshamri, en þar var einnig lögferja langt fram eftir síðustu öld,“ segir Páll, sem vann allan texta á skiltin og valdi myndir, ásamt Elínborgu.
Bláskógabyggð styrkti verkið einnig, svo og Vegagerðin og fleiri aðilar. Skiltin voru sett upp samhliða bæjarskilti fyrir Laugarás.
„Saga beggja ferjanna, brúarinnar og Laugaráss er samtvinnuð og söguskiltin gera nokkra grein fyrir henni, en ég er að vinna vef um Laugarás og nágrenni, www.laugaras.is, þar sem þessari sögu eru og verða gerð ítarlegri skil bæði í texta og með myndefni af ýmsu tagi. Tilvísun í vefinn er að finna á skiltunum,“ bætir Páll við.
Fréttir 6. janúar 2025
Smáforrit til að panta sæðingar
Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...
Fréttir 6. janúar 2025
Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...
Fréttir 6. janúar 2025
„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...
Fréttir 3. janúar 2025
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...
Fréttir 3. janúar 2025
Hert á ferlunum
Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...
Fréttir 3. janúar 2025
Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmannaeyjum hafa gengið sa...
Fréttir 2. janúar 2025
Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...
Fréttir 2. janúar 2025
Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...
6. janúar 2025
Arnór Elí
6. janúar 2025
Keldur skipta sköpum
6. janúar 2025
„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
6. janúar 2025
Lykillinn að betri löggjöf fyrir fólkið í landinu
6. janúar 2025