Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flottur hópur við nýju skiltin, frá vinstri: Loftur Ingólfsson, Jóhanna B. Ingólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson frá Iðu, Páll M. Skúlason, Magnús Skúlason, Sigrún Skúladóttir og Ásta Skúladóttir frá Hveratúni. Á myndina vantar þau Hólmfríði Ingólfsdóttur
Flottur hópur við nýju skiltin, frá vinstri: Loftur Ingólfsson, Jóhanna B. Ingólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson frá Iðu, Páll M. Skúlason, Magnús Skúlason, Sigrún Skúladóttir og Ásta Skúladóttir frá Hveratúni. Á myndina vantar þau Hólmfríði Ingólfsdóttur
Fréttir 5. september 2019

Söguskilti sett upp um sögu Iðuferju og brúar við Iðu yfir Hvítá

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sögu Iðuferju, brúarinnar á Hvítá hjá Iðu og Laugaráss eru gerð skil á söguskiltum sem  nú hafa verið sett upp við norðurenda brúarinnar.  Skiltin voru afhjúpuð  þann 24. ágúst í einstakri veðurblíðu að viðstöddu fjölmenni. 
 
Við athöfnina gerðu þau Elínborg Sigurðardóttir á Iðu og Páll M. Skúlason í Kvistholti grein fyrir tilurð skiltanna, sem voru gerð í minningu hjónanna Ingólfs Jóhannssonar og Margrétar Guðmundsdóttur á Iðu og Guðnýjar Pálsdóttur og Skúla Magnússonar í Hveratúni í Laugarási. Það voru afkomendur þeirra sem áttu frumkvæði að þessari framkvæmd og þeir styrktu gerð þeirra með umtalsverðu fjárframlagi.  Það voru síðan börn Iðuhjóna og Hveratúnshjóna sem afhjúpuðu skiltin. Í lok athafnarinnar afhentu afkomendur hjónanna  Sveitarfélaginu Bláskógabyggð skiltin til umsjónar og varðveislu og sveitarstjórinn, Ásta Stefánsdóttir, veitti þeim viðtöku. 
 
„Halló, halló, ferja“
 
„Millifyrirsögnin vísar til minninga bræðranna Einars og Jósefs Ólafssona, en faðir þeirra, Ólafur Einarsson, var héraðslæknir í Laugarási frá 1932–1947. Þeir voru oft sendir á Skálholtshamar, sem er  þar sem norðurendi brúarinnar er nú, til að kalla á ferjuna og flýta þannig fyrir föður sínum, sem þurfti að fara í læknisvitjun austan ár. 
 
Þeir voru einnig ósjaldan sendir á ferjuna með lyf sem þurfti að koma yfir. Það sama má segja um mjóróma hróp þeirra af Auðsholtshamri, en þar var einnig lögferja langt fram eftir síðustu öld,“ segir Páll, sem vann allan texta á skiltin og valdi myndir, ásamt Elínborgu. 
 
Bláskógabyggð styrkti verkið  einnig, svo og Vegagerðin og fleiri aðilar.  Skiltin voru sett upp samhliða bæjarskilti fyrir Laugarás. 
 
„Saga beggja ferjanna, brúarinnar og Laugaráss er samtvinnuð og söguskiltin gera nokkra grein fyrir henni, en  ég er að vinna vef um Laugarás og nágrenni, www.laugaras.is, þar sem þessari sögu eru og verða gerð ítarlegri skil bæði í texta og með myndefni af ýmsu tagi. Tilvísun í vefinn er að finna á skiltunum,“ bætir Páll við.
 

Skylt efni: Laugarás | Iðuferja | Iða | Hvítá

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...