Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“
Mynd / Icelandic lamb
Fréttir 29. apríl 2019

Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“

Höfundur: smh

Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“ til Matvælastofnunar. Það er Handprjónasamband Íslands sem er í forsvari fyrir umsókninni.

Umsóknin var send inn 1. júní á síðasta ári en Matvælastofnun tilkynnti um umsóknina á vef sínum í dag. Sótt er um vernd á afurðarheitinu „Íslensk lopapeysa“ á grundvelli laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok desember 2014, en markmið þeirra er að veita þeim afurðum sem uppfylla kröfur og skilyrði nauðsynlega lagalega vernd – auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að samkvæmt lögunum er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar um hana, sem er fyrir 29. júní 2019. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið mast@mast.is. Umsóknina og afurðarlýsinguna er að finna á vef Matvælastofnunar:

Umsókn og afurðarlýsing

Áður hefur Matvælastofnun samþykkt „Íslenskt lambakjöt“ sem verndað heiti, en það var gert 12. febrúar 2018.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...