Matvælastofnun samþykkir að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði verndað
Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn Handprjónasambands Íslands um að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði skráð sem verndað afurðarheiti, með vísan til uppruna.
Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn Handprjónasambands Íslands um að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði skráð sem verndað afurðarheiti, með vísan til uppruna.
Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“ til Matvælastofnunar. Það er Handprjónasamband Íslands sem er í forsvari fyrir umsókninni.