Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Staðan verður auglýst innan skamms.

Vigdís er lögmaður og hóf störf sem framkvæmdastjóri BÍ í febrúar 2021. Tók hún við af Sigurði Eyþórssyni. Hún tilkynnti um starfslokin á Facebook-síðu sinni 8. apríl og kvað starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og hún komið að mörgum krefjandi verkefnum í því, stórum sem smáum.

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ skrifaði Vigdís. Hún sagði almenna umræðu um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hafa stóraukist.

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ skrifaði Vigdís og sagðist skilja stolt við starfið. Bændasamtökin væru orðin að sterku hagsmunaafli sem ynni í þágu bænda. Sem fyrr segir verður staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst á næstunni.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...