Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Staðan verður auglýst innan skamms.

Vigdís er lögmaður og hóf störf sem framkvæmdastjóri BÍ í febrúar 2021. Tók hún við af Sigurði Eyþórssyni. Hún tilkynnti um starfslokin á Facebook-síðu sinni 8. apríl og kvað starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og hún komið að mörgum krefjandi verkefnum í því, stórum sem smáum.

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ skrifaði Vigdís. Hún sagði almenna umræðu um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hafa stóraukist.

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ skrifaði Vigdís og sagðist skilja stolt við starfið. Bændasamtökin væru orðin að sterku hagsmunaafli sem ynni í þágu bænda. Sem fyrr segir verður staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst á næstunni.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...