Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Arnar Árnason, formaður stjórnar Landssambands kúabænda.
Arnar Árnason, formaður stjórnar Landssambands kúabænda.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 7. apríl 2017

Staðinn verði vörður um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. 
 
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
 
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara. 
 
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
 
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum.  Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
 
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...