Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ferðamálaþing 2015 var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í liðinni viku og sóttu það um 350 manns.  Myndin er frá pallborðsumræðum á þinginu.
Ferðamálaþing 2015 var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í liðinni viku og sóttu það um 350 manns. Myndin er frá pallborðsumræðum á þinginu.
Mynd / Halldór Arinbjarnarson
Fréttir 18. nóvember 2015

Stefnumótun svæða, stjórnun og skipulag í brennidepli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 350 manns sóttu árlegt Ferðamálaþing sem að þessu sinni var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ferðamálastofa hélt þingið en yfirskriftin í ár var Stefnumótun svæða – stjórnun og skipulag.
 
Þingið hófst með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Tveir erlendir fyrirlesarar héldu erindi á þinginu og hlutu góðar undirtektir. Frá Nýja-Sjálandi kom C. Michael Hall, sérfræðingur í stefnumótun og skipulagningu áfangastaða og prófessor við University of Canterbury. Er hann almennt talinn einn virtasti fræðimaður á sviði ferðamálafræði í heiminum í dag. Frá Skotlandi kom Thomas Riddell Graham, einn af stjórnendum Visit Scotland, þar sem hann ber meðal annars ábyrgð á svæðisbundinni þróun, gæðamálum og upplýsingaveitu.
 
Stefnumótun svæða og sveitarfélög
 
Innlendu fyrirlesararnir komu víða að, bæði frá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Markmiðið var að leiða fram sem flesta þætti sem hafa þarf í huga þegar stefnumótun svæða er annars vegar og beina sjónum að þeim tólum og tækjum sem sveitarfélög og aðrir skipulagsaðilar hafa úr að spila þegar stefnumörkun fyrir ferðaþjónustuna er annars vegar.
 
Kortlagning auðlinda
 
Meðal annars kynnti Ferðamálastofa nýtt tól í þessu samhengi sem gengið hefur undir nafninu Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu. Miðar það að því að kortleggja, með aðstoð landfræðilegra upplýsingakerfa, mögulega viðkomustaði ferðafólks og helstu innviði svæða í samstarfi við heimafólk og greina þannig með myndrænum hætti hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar. Efni frá þinginu er aðgengilegt á vef Ferðamálastofu, ferdamalastofa.is. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...