Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Mynd / MHH
Fréttir 27. apríl 2022

Stjörnuegg á Kjalarnesi fjölgar varpfuglum úr 50 þúsund í 95 þúsund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu.

Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla.

Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...