Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Mynd / MHH
Fréttir 27. apríl 2022

Stjörnuegg á Kjalarnesi fjölgar varpfuglum úr 50 þúsund í 95 þúsund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu.

Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla.

Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...