Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Til stendur að fjölga varphænunum á búinu úr 50 í 95 þúsund.
Mynd / MHH
Fréttir 27. apríl 2022

Stjörnuegg á Kjalarnesi fjölgar varpfuglum úr 50 þúsund í 95 þúsund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu þar sem lagt er mat á möguleg umhverfisáhrif vegna breytinga á eggjabúi Stjörnueggja að Vallá á Kjalarnesi og fjölgunar varpfugla á búinu.

Byggt verður nýtt eldishús og það útbúið „Aviary“ varpbúnaði. Breytingarnar eru liður í því að uppfylla breytta ESB löggjöf um bættan aðbúnað varpfugla. Með nýjum aðbúnaði verða varpfuglar fluttir fyrr í varphúsin og eru þar í aðlögun í 4–5 vikur áður en þeir byrja að verpa. Af þeim sökum er þörf á auknum fjölda stæða fyrir fugla.

Með nýja varpbúnaðinum eykst aðgengilegt svæði fyrir fuglana, svo hægt verður að fjölga stæðum fyrir varpfugla úr 50.000 í 95.000. Framleiðslugeta búsins mun að einhverju leyti aukast en þó ekki í hlutfalli við aukinn fjölda stæða. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun en athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. maí 2022 til Skipulagsstofnunar.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...