Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum
Fréttir 9. febrúar 2016

Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisráðherra andfætlinga okkar í Ástralíu segir stjórnvöld þar ætla að leggja aukna áherslu á ræktun trjáa í borgum og bæta þannig heilsu íbúanna.

Að sögn ráðherrans hefur undirbúningsvinna þegar verið hafin og mun áætlun um stóraukna trjárækt í borgum álfunnar liggja fyrir eftir nokkra mánuði. Hugmyndin er að stjórnvöld landsins og stjórnir borga muni vinna náið saman að ræktuninni og að á innan við áratug verði búið að rækta fjölda einstakra trjáa og trjálunda sem veita munu borgarbúum skjól fyrir vindi og sterkri sól og bæta þannig heilsu borgaranna.
Skógræktar- og umhverfissamtök í Ástralíu hafa lýst mikilli ánægju með verkefnið og að þau muni leggja því lið.

Markmið stjórnvalda er að búið verði að planta út að minnsta kosti 20 milljón trjám í borgum í Ástralíu fyrir árið 2020.

Skylt efni: Ástralía | Skógrækt

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...