Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum
Fréttir 9. febrúar 2016

Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisráðherra andfætlinga okkar í Ástralíu segir stjórnvöld þar ætla að leggja aukna áherslu á ræktun trjáa í borgum og bæta þannig heilsu íbúanna.

Að sögn ráðherrans hefur undirbúningsvinna þegar verið hafin og mun áætlun um stóraukna trjárækt í borgum álfunnar liggja fyrir eftir nokkra mánuði. Hugmyndin er að stjórnvöld landsins og stjórnir borga muni vinna náið saman að ræktuninni og að á innan við áratug verði búið að rækta fjölda einstakra trjáa og trjálunda sem veita munu borgarbúum skjól fyrir vindi og sterkri sól og bæta þannig heilsu borgaranna.
Skógræktar- og umhverfissamtök í Ástralíu hafa lýst mikilli ánægju með verkefnið og að þau muni leggja því lið.

Markmið stjórnvalda er að búið verði að planta út að minnsta kosti 20 milljón trjám í borgum í Ástralíu fyrir árið 2020.

Skylt efni: Ástralía | Skógrækt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...