Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar setur staðsetningarbúnað á kind.
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar setur staðsetningarbúnað á kind.
Mynd / Landgræðslan
Fréttir 25. maí 2020

Stöðumat um ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Höfundur: Ritstjórn

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind en þar er verið að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Stöðumatið byggir á rofkortlagningu Rala og Landgræðslunnar og vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður kynnt opinberlega í næsta mánuði.

Bryndís segir að í þessu fyrsta mati verði fyrirliggjandi upplýsingar notaðar til að meta ástand auðlindanna. Þrátt fyrir að matið sé á grófum kvarða mun það gefa ágætis heildarmat á stöðunni. Bryndís segir líka að það bætist stöðugt við eigin gögn GróLindar og innan fárra ára verði hægt að koma fram með mun nákvæmari kort af ástandi auðlindanna.

Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt einnig að vita hvernig og hversu mikið land er nýtt. GróLind er að leggja lokahönd á kort sem sýnir mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Þessar upplýsingar verða kynntar samhliða stöðumatinu. Í framtíðinni verður svo kortlagt hvernig annar búpeningur en sauðfé nýtir landið. Um leið verður safnað upplýsingum um aðra landnýtingu.

GróLind hófst formlega í apríl árið 2017 með samningi á milli Landsamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytisins. Frumkvæðið að GróLind kom frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

Hlaðvarpsþáttur Landgræðslunnar er aðgengilegur hér í spilaranum undir og í öllum helstu streymisveitum.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.