Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Mynd / TB
Fréttir 5. nóvember 2019

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla var haldinn á Hótel Sögu í dag. Formaður samtakanna er Karen Jónsdóttir, eigandi Kaja organic, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi.

Í stjórn með Karen eru þau Guðný Harðardóttir, frá Breiðdalsbita, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, frá Sælkerasinnepi Svövu, Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol og Þröstur Heiðar Erlingsson frá Birkihlíð Kjötvinnslu.

Í samþykktum samtakanna kemur fram að til að teljast smáframleiðandi verður viðkomandi að vera innan marka í tveimur af þremur eftirfarandi atriðum: heildareignir undir 100.000.000 króna, hrein velta undir 100.000.000 króna og meðalfjölda ársverka á fjárhagsárinu 10.

Stuðla að öflugra samstarfi

Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt. Einnig að stuðla að kraftmikilli nýsköpun  og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum.

Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Á fundinum voru félagsgjöld samþykkt; árgjald verður tíu þúsund krónur og aukaaðild fimm þúsund krónur, sem er fyrir þá aðila sem ekki þiggja þjónustu samtakanna en styðja tilgang og markmið þeirra.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, stýrði fundi en full aðild að Samtökum smáframleiðenda matvæla felur í sér aðild að Samtökum iðnaðarins og í gegnum þau Samtökum atvinnulífsins.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...