Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Straumlínulögun leyfisveitinga
Fréttir 26. febrúar 2024

Straumlínulögun leyfisveitinga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo var kjörinn formaður landeldisbænda á nýafstöðnum deildarfundi.

Hann er búinn að vera starfandi formaður frá því síðasta sumar, eftir að Þorvaldur Arnarsson steig til hliðar úr því embætti. Bjarki segir að eitt af fyrstu verkefnum stjórnar landeldisbænda verði að halda áfram samtali við stjórnvöld varðandi straumlínulögun á umsóknarferlum hjá hinu opinbera. Verkefnin séu mjög háð leyfisveitingum og efla þurfi viðeigandi stofnanir til að tryggja eðlilega málsmeðferð og að afgreiðslutími
dragist ekki úr hófi.

Þá standi yfir vinna í matvælaráðuneytinu að nýjum
heildarlögum um fiskeldi á hafi og landi. Ráðuneytið hafi kallað eftir samtali við hagaðila, sem landeldisbændur muni vinna í samstarfi við BÍ. Jafnframt hefur deildin áhuga á að hefja samtal við háskólana þar sem uppbyggingin í greininni kalli eftir faglærðu fólki.

Landeldi hafi verið stundað í tugi ára með góðum árangri, en sú framleiðsla hafi verið á tiltölulega litlum skala. Bjarki segir að nú sé greinin í miklum vexti og áform fyrirtækja sýna að landeldi hafi alla burði til að verða einn af burðarstólpum útflutnings á Íslandi.

Deild landeldisbænda sé að hefja sitt annað starfsár og sé mikill stuðningur fyrir nýja búgrein að geta leitað til samtakanna með hin ýmsu mál. Með Bjarka í stjórn eru Stefán Ágústsson frá First Water og Lárus Ásgeirsson frá Laxey.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...