"Strawberry Fields Forever"
Forstöðumenn gagnfræðaskóla í Vetura-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af því jarðarberjaræktendur sem eru með akra allt í kringum skólann séu að eitra fyrir nemendum og kennurum með gengdarlausri notkun skordýra- og illgresiseiturs.
Oxnard gagnfræðaskóli er í hluta sýslunar þar sem meirihluti íbúa er af spænskum og mexíkóskum uppruna og er skólinn og skólalóðin hreinlega umkringd jarðaberjaökrum. Mörgum þætti slíkt eflaust eftirsóknarverð en sá hængur er á að mikið magn af skordýra- og illgresislyfjum er notað við ræktunina og úðast það yfir skólann. Þegar mest er liggur eitrið eins og dalalæða yfir skólalóðinni og lyktin af því allt umliggjandi.
Jarðarberjaræktun í sýslunni er stórtæk og þar eru framleidd um hálft milljón tonna af þeim á ári og mörg efnið sem úðað er á akrana eru með þeim hættulegust sem notuð eru í landbúnaði og geta meðal annars valdið öndunarörðuleikum, krabbameini og skaða á fóstrum.