Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Fréttir 8. febrúar 2021

Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: ehg

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021. 

Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. 

Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna. 

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins. Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...