Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
ESA hefur áminnt Ísland fyrir óskilvirkt matvælaeftirlit.
ESA hefur áminnt Ísland fyrir óskilvirkt matvælaeftirlit.
Mynd / Orkun Orcan
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefur það verkefni að koma með tillögu að betra fyrirkomulagi, eftir að ESA áminnti Ísland fyrir brotalamir.

Í mars 2023 sendi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem tilkynnt var að stofnunin hefði hafið frumkvæðismál þess efnis að Ísland hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum um opinbert eftirlit með matvælum.

Áminning ESA

Í júní bars formlegt áminningarbréf þar sem þess er krafist að innleitt verði skilvirkara eftirlit með matvælum, fóðri og dýraheilbrigði. Niðurstöður ESA byggir, samkvæmt tilkynningu stofnunarinnar, á „ítrekuðum niðurstöðum úttekta ESA á Íslandi sem gerðar hafa verið frá árinu 2010“.

Þær úttektir hafi leitt í ljós að annmarkar eru á samræmingu verkefna þegar fleiri aðilar koma að eftirlitinu. Ísland hafði tvo mánuði til að koma sjónarmiðum á framfæri áður en ESA ákveður hvort það fari með málið lengra.

Í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins um áminningarbréfið segir að eftirlit með hollustuháttum, mengunar- vörnum og matvælum sé í dag flókið samspil ellefu stofnana á tveimur stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga, Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar ásamt níu heilbrigðisnefndum sveitarfélaga. Fyrir liggi skýrslur varðandi fyrirkomulag á málefnasviðinu sem benda á bresti í eftirlitinu.

„Annars vegar frá KPMG síðan 2020 og hins vegar frá starfshóp á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins (URN) og matvælaráðuneytisins (MAR) sem gefin var út árið 2023. Í báðum skýrslum er niðurstaðan sú að matvælaeftirlit í núverandi mynd sé ósamræmt og óskilvirkt.“

Stýrihópur rýnir sviðsmyndir

Í svari matvælaráðuneytisins segir enn fremur að nú hafi verið skipaður stýrihópur sem hefur það að markmiði að rýna þær sviðsmyndir sem koma til greina og koma með tillögu að fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. Stýrihópurinn samanstandi af sex fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, matvæla- ráðuneytinu, innviðaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, heilbrigðiseftirlitssvæðum og Samtökum atvinnulífsins. Niðurstaðna stýrihópsins er að vænta fyrir árslok.

Skylt efni: matvælaeftirlit

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...