Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styttist í nýja búvörusamninga
Fréttir 23. desember 2015

Styttist í nýja búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um nýja búvörusamninga eru langt komnar og að sögn formanns Bændasamtaka Íslands á hann von á að þeim ljúki fyrir áramót eða snemma á næsta ári.

„Samningahópur bænda hefur sest niður eftir fundarferð um landið og farið yfir það helsta sem þar kom fram þar. Í framhaldi af því hefur svo farið fram vinna við samningana og talsverður tími farið í að finna leiðir til að bregðast við þeim áhyggjum sem fram komu,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Mjólkurframleiðendur áhyggjufullir

Sindri segir að mjólkurframleiðendur hafi margir hverjir lýst áhyggjum sínum á að ekki verði hægt að stýra framleiðslunni eftir að hún verður gefin frjáls og að verð komi til með að falla vegna offramleiðslu.
„Við erum að finna flöt á því máli og með ákveðið upplegg sem við erum að ræða við samninganefnd ríkisins.“

Vantraust í garð stofnana

„Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjár­bændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“

Sjálfbær landnýting er sóknarfæri

Sindri segir að ekki standi til að gefa neitt eftir varðandi sjálfbæra landnýtingu í sauðfjárrækt.
„Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“

Lýkur snemma á næsta ári

„Garðyrkjusamningurinn er svo til tilbúinn og bara eftir að ganga frá einstaka orðalagi í honum.
Viðræður um ramma búvörusamninganna eru hafnar og ég á ekki von á öðru en að þeim ljúki snemma á næsta ári,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...