Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styttist í nýja búvörusamninga
Fréttir 23. desember 2015

Styttist í nýja búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður um nýja búvörusamninga eru langt komnar og að sögn formanns Bændasamtaka Íslands á hann von á að þeim ljúki fyrir áramót eða snemma á næsta ári.

„Samningahópur bænda hefur sest niður eftir fundarferð um landið og farið yfir það helsta sem þar kom fram þar. Í framhaldi af því hefur svo farið fram vinna við samningana og talsverður tími farið í að finna leiðir til að bregðast við þeim áhyggjum sem fram komu,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Mjólkurframleiðendur áhyggjufullir

Sindri segir að mjólkurframleiðendur hafi margir hverjir lýst áhyggjum sínum á að ekki verði hægt að stýra framleiðslunni eftir að hún verður gefin frjáls og að verð komi til með að falla vegna offramleiðslu.
„Við erum að finna flöt á því máli og með ákveðið upplegg sem við erum að ræða við samninganefnd ríkisins.“

Vantraust í garð stofnana

„Eitt af því sem kom fram í fundarferðinni er að það ríkir því miður mikið vantraust hjá bændum í garð stofnana eins og Matvælastofnunar og Landgræðslunnar. Sauðfjár­bændur hafa áhyggjur af aðkomu Landgræðslunnar í tengslum við aukið vægi gæðastýringar í sauðfjárrækt í samningunum. Í ljósi fyrri samskipta sauðfjárbænda og samtaka þeirra við Landgræðsluna eru margir þeirra áhyggjufullir.“

Sjálfbær landnýting er sóknarfæri

Sindri segir að ekki standi til að gefa neitt eftir varðandi sjálfbæra landnýtingu í sauðfjárrækt.
„Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“

Lýkur snemma á næsta ári

„Garðyrkjusamningurinn er svo til tilbúinn og bara eftir að ganga frá einstaka orðalagi í honum.
Viðræður um ramma búvörusamninganna eru hafnar og ég á ekki von á öðru en að þeim ljúki snemma á næsta ári,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...