Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. mars 2015

Sumar samgöngubætur skipta marga miklu máli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Samgöngubætur eru af ýmsum toga, sumar eru þess eðlis að þær skipta marga miklu máli, aðrar aftur á móti skipta verulegu máli fyrir fáa. 
 
Þetta kom fram í máli Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á fundi um samgöngumál sem Félag viðskipta- og hagfræðinga efndi til í menningarhúsinu Hofi fyrir nokkru.  Þóroddur er einnig stjórnarformaður Byggðastofnunar. Auk hans héldu þeir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, framsögu­erindi.
 
Héðinsfjarðargöng og Harpa
 
Þóroddur tók dæmi af Héðinsfjarðargöngum  og Hörpu, en kostnaður við gerð ganganna nam rúmum 14 milljörðum króna.  Íbúar á Siglufirði eru 1.200 talsins og ef eingöngu væri horft til þeirra næmi kostnaður á hvern íbúa tæplega 12 milljónum króna. Fleiri njóta hins vegar góðs af göngunum og ef tekið er tillit til þeirra er kostnaður í heild 45 þúsund krónur á mann. Kostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu nam tæplega 28 milljörðum króna. Ef einungis væri tekið tillit til íbúa í póstnúmeri 101 væri kostnaður á mann um 1,8 milljónir króna. Ef miðað væri við landsmenn alla er kostnaðurinn 87 þúsund krónur á mann. 
 
Fram kom á fundinum að  Héðins­fjarðargöng hafi hleypt nýju lífi í gamla síldarbæinn, Siglufjörð, og nú horfa íbúar austan Vaðlaheiðar til þess að verulega lifni yfir á þeirra heimaslóðum með tilkomu Vaðlaheiðarganga sem nú er unnið að. Bættar samgöngur austur um eru t.d. ein af forsendum þess að hægt verði að ráðast í uppbyggingu stóriðju á Bakka.
 
Róbert nefndi í sinni framsögu að einhæf byggð hafi litla möguleika, samgöngur einar og sér skipti þar engu, en þær gefi hins vegar tækifæri.  Héðinsfjarðargöng og greið leið um Eyjafjörð hafa m.a. haft jákvæð áhrif á Siglufjörð en þar hefur uppbygging á liðnum árum verið ævintýri líkust.

50 myndir:

Skylt efni: Samgöngumál

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...