Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Í tilkynningu á vef Skútustaðahrepps kemur fram að 21 umsókn hafi borist um starfið. Tvær umsóknir hafi verið dregnar til baka. Sveinn tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari.

„Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af nýsköpun, stefnumótun, stjórnun og rekstri. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnsýslu sem forstjóri hjá opinberu hlutafélagi og ráðgjafi við sveitarfélög og stofnanir. Auk þessa hefur Sveinn komið að umhverfis- og skipulagsmálum t.d. við gerð aðalskipulags og hefur viðamikla reynslu af miðlun efnis í ræðu og riti á fjölda miðla. Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Umsækjendur voru:

  • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
  • Berglind Ragnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Björgvin Harri Bjarnason
  • Einar Örn Thorlacius
  • Glúmur Baldvinsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Gunnar Örn Arnarson
  • Gunnlaugur A. Júlíusson
  • Jón Hrói Finnsson
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Páll Línberg Sigurðsson
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Skúli H. M. Thoroddsen
  • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
  • Sveinn Margeirsson
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...