Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Í tilkynningu á vef Skútustaðahrepps kemur fram að 21 umsókn hafi borist um starfið. Tvær umsóknir hafi verið dregnar til baka. Sveinn tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari.

„Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af nýsköpun, stefnumótun, stjórnun og rekstri. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnsýslu sem forstjóri hjá opinberu hlutafélagi og ráðgjafi við sveitarfélög og stofnanir. Auk þessa hefur Sveinn komið að umhverfis- og skipulagsmálum t.d. við gerð aðalskipulags og hefur viðamikla reynslu af miðlun efnis í ræðu og riti á fjölda miðla. Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Umsækjendur voru:

  • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
  • Berglind Ragnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Björgvin Harri Bjarnason
  • Einar Örn Thorlacius
  • Glúmur Baldvinsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Gunnar Örn Arnarson
  • Gunnlaugur A. Júlíusson
  • Jón Hrói Finnsson
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Páll Línberg Sigurðsson
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Skúli H. M. Thoroddsen
  • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
  • Sveinn Margeirsson
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...