Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Staphylococcus aureus.
Staphylococcus aureus.
Fréttir 18. febrúar 2016

Sýklalyfjaþolin baktería sem getur borist milli manna og dýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá árinu 2013 hefur Matvælastofnun látið mæla sýklalyfjaþol baktería sem geta borist milli manna og dýra. Mælingar undanfarinna þriggja ára sýna að tilvist þessara baktería með þol gegn einu eða fleiri sýklalyfjum er frekar lág hér á landi.

Á heimsíðu Mast segir að brýn þörf sé á að halda mælingum áfram til að fá heildarmynd af stöðunni hérlendis, en lyfjaþol baktería er ein helsta heilbrigðisógn nútímans.

Súna er sjúkdómur sem berst milli manna og dýra og tilteknar bakteríur eru súnuvaldar. Rannsóknir hafa sýnt að súnuvaldandi bakteríur geta borið með sér erfðaefni sem veitir þeim þol gegn sýklalyfjum og að þessar lyfjaþolnu bakteríur geti borist milli dýra og manna. Erlendar mælingar sýna að þol baktería gegn sýklalyfjum er stöðugt að aukast í heiminum. Ábyrg og rétt notkun sýklalyfja, hvort heldur er í dýrum eða mönnum, er grundvallaratriði til að sporna gegn aukningu á sýklalyfjaþoli baktería.

Mikilvægt er að vakta lyfjaþol í bakteríum með sambærilegum hætti og er gert í nágrannalöndunum, þannig nást samanburðarhæfar niðurstöður. Matvælastofnun tekur sýni á grundvelli reglugerðar nr. 1048/2011 um vöktun súna, sjúkdóma sem smitast á milli manna og dýra, og súnuvalda auk þess sem stofnunin styðst við ákvörðun Evrópusambandsins (2013/652/EB) um vöktun á lyfjaþoli, en ákvörðunin er þó enn ekki innleidd hér á landi.

Árin 2013 og 2014 var sýklalyfjaþol mælt í kampýlóbakterstofnum sem greindust í kjúklingum og árin 2014 og 2015 var sýklalyfjaþol mælt í salmonellustofnum í dýrum og fóðri. Til viðbótar var árið 2014 mælt, hvort eðlileg bakteríuflóra (E. coli) í meltingarfærum kjúklinga bæri með sér erfðaefni sem veitir bakteríunni þol gegn sýklalyfinu „cephalosporin“ en slíkar bakteríur kallast ESBL og/eða AmpC myndandi E. coli. Sama ár var einnig leitað að Methicillin ónæmum Staphylococcus aureus (MÓSA) í svínum vegna þess að þessar bakteríur eru að breiðast hratt út í svínaeldi erlendis.

Helstu niðurstöður mælinganna hér á landi eru að kampýlóbakterstofnarnir í kjúklingaeldi hafa flestir verið næmir fyrir öllum sýklalyfjum sem mæld voru, en sýnin voru öll tekin úr innlendri framleiðslu. Árið 2013 var einn stofn með þol fyrir einu sýklalyfi (6% stofna) og árið 2014 var einn stofn með þol fyrir tveimur sýklalyfjum (4% stofna).

Árið 2014 sýndu 44% af salmonellustofnum úr alifuglum og 55% af stofnum úr svínum af innlendum uppruna þol gegn einu sýklalyfi en einn stofn úr nautakjöti af erlendum uppruna var með þol gegn tveimur sýklalyfjum. Árið 2015 mældist þol mun lægra en árið 2014 en einungis einn stofn úr alifuglum var með þol gegn einu sýklalyfi (4%), en einn stofn úr svínum (17%) var fjölónæmur.
ESBL og/eða AmpC myndandi E. coli fundust í samtals 6,2% botnlangasýna úr kjúklingum og 8,3% sýna úr afurðum kjúklinga árið 2014.

Við skimun á MÓSA kom í ljós að þessar fjölónæmu bakteríur fundust ekki í þeim 24 svínastofnum sem leitað var í.
 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...