Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2015

Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða

Höfundur: smh

Talsvert hefur borið á óvenjulegum ærdauða á ýmsum bæjum á landinu að undanförnu – á nokkrum svæðum á landinu, en helst í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi. Á sumum bæjum eru þetta þó nokkur afföll, jafnvel svo tugum skiptir. Fyrst var talið að léleg hey gæti verið ástæðan, en nú er komið í ljós að hvorki tíðarfar eða léleg fóðrun virðist vera fullnægjandi skýring.

Að sögn Svavars Halldórssonar hófst blóðsýnataka í gær úr veikum ám í þeim tilgangi að senda utan til greiningar. Segir að hann að niðurstöður úr þeim greiningum sé að vænta á næsta sólarhring.

Landssamtök sauðfjárbænda telja ástæðu til að skoða málið nánar og reyna að kortleggja umfangið. Þau hvetja bændur sem hafa orðið fyrir slíkum vanhöldum að hafa samband. Hægt er að senda Svavari Halldórssyni framkvæmdastjóra tölvupóst á netfangið svavar@bondi.is. Þar væri æskilegt að tíunda allt sem óvenjulegt er í ár; heygæði, fóðurbætisgjöf, lýsisgjöf, notkun steinefnastampa, einkenni veikra áa, óvanaleg einkenni lamba, afföll o.s.frv. Einnig væri gott að fá niðurstöðu heysýna hjá þeim sem að luma á slíku.

Er hvatt til þess að bændur láti í sér heyra sem fyrst; sérstaklega í þeim sem eru með lélegar ær sem ekki hafa enn farið út. Farið verður með hvert og eitt erindi sem trúnaðarmál í samvinnu við dýralækni.

Skylt efni: ærdauði

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...