Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2015

Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða

Höfundur: smh

Talsvert hefur borið á óvenjulegum ærdauða á ýmsum bæjum á landinu að undanförnu – á nokkrum svæðum á landinu, en helst í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi. Á sumum bæjum eru þetta þó nokkur afföll, jafnvel svo tugum skiptir. Fyrst var talið að léleg hey gæti verið ástæðan, en nú er komið í ljós að hvorki tíðarfar eða léleg fóðrun virðist vera fullnægjandi skýring.

Að sögn Svavars Halldórssonar hófst blóðsýnataka í gær úr veikum ám í þeim tilgangi að senda utan til greiningar. Segir að hann að niðurstöður úr þeim greiningum sé að vænta á næsta sólarhring.

Landssamtök sauðfjárbænda telja ástæðu til að skoða málið nánar og reyna að kortleggja umfangið. Þau hvetja bændur sem hafa orðið fyrir slíkum vanhöldum að hafa samband. Hægt er að senda Svavari Halldórssyni framkvæmdastjóra tölvupóst á netfangið svavar@bondi.is. Þar væri æskilegt að tíunda allt sem óvenjulegt er í ár; heygæði, fóðurbætisgjöf, lýsisgjöf, notkun steinefnastampa, einkenni veikra áa, óvanaleg einkenni lamba, afföll o.s.frv. Einnig væri gott að fá niðurstöðu heysýna hjá þeim sem að luma á slíku.

Er hvatt til þess að bændur láti í sér heyra sem fyrst; sérstaklega í þeim sem eru með lélegar ær sem ekki hafa enn farið út. Farið verður með hvert og eitt erindi sem trúnaðarmál í samvinnu við dýralækni.

Skylt efni: ærdauði

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...